Presturinn Bob Larson starfar í Spiritual Freedom kirkjunni í Arisóna og er kominn lengra í tækninni en aðrir prestar, þegar kemur að því að særa út illa anda. Hann segist hafa sært út, meira en 20.000 anda á síðastliðnum 40 árum og býður nú upp á þessa þjónustu í gegnum netið.
„Ef við orðum þetta á einfaldan hátt, þá er ég að ná illum öndum úr fólki sem hefur orðið andsetið og ég sendi illu andanna aftur til heljar,“ sagði Bob í viðtali við ABC fréttastofuna.
Hann segist vera fremstur meðal jafningja á þessu svið og hefur hann meira að segja komið fram í þættinum hjá Oprah og einnig í þætti Larry King.
http://www.youtube.com/watch?v=coqQ6oPfqs4
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.