Ertu að byrja í nýju sambandi? Við höfum allar verið á þessum stað. Þér finnst eins og þú sért óstöðvandi og getir sigrað heiminn með hann þér við hlið. Fyrstu mánuðirnir fara í það að fara á stefnumót, borða góðan mat, stunda mikið af kynlífi og horfa á sjónvarpsþætti saman.
Það eru samt alltaf fullt af spurningum sem sækja á hugann á þessu stigi málsins og við lendum flestallar í þessum vangaveltum.
Hér eru 40 spurningar sem konur velta fyrir sér þegar þær eru að kynnast nýjum manni:
- Vill hann í alvöru vera kærastinn minn?
- Ætli hann tali um mig sem kærustuna sína við annað fólk eða notar hann bara alltaf nafnið mitt til þess að forðast spurningar.
- Hvernig veit ég hvort hann er að nota mig fyrir kynlíf eingöngu
- Hvenær er rétti tíminn til að eiga „samtalið“ um hvert við ætlum að fara með þetta samband
- Á ég að nefna það fyrst eða hann
- Ætli einhver í fjölskyldunni hans viti af mér?
- Ef svo er, hvað hefur hann sagt um mig? Ég vil smáatriði
- Hvað sá hann þegar hann google-aði nafnið mitt?
- Hefur hann sofið hjá fleirum en ég?
- Ef ég spyr hann hversu mörgum konum hann hefur sofið hjá, ætli hann segi satt?
- Hefur hann haldið framhjá?
- Af hverju endaði seinasta samband sem hann var í?
- Segir hann vinum sínum frá kynlífinu okkar?
- Eða það sem verra er, ætli hann segi við þá að honum finnist píkan mín ljót?
- Hvað eigum við að hittast lengi áður en ég hitti vini hans?
- Er það merki um að hann skammist sín fyrir mig, að ég hef ekki fengið að hitta þá ennþá?
- Af hverju er hann ekki búinn að senda mér sms? Er hann með einhverri annarri?
- Er hann að sofa hjá einhverri annarri? Á ég að spyrja hann? Nei örugglega ekki
- Hvað um mig? Ég veit hann fílar brjóstin á mér, en er það líka eitthvað annað?
- Hvað ef honum finnst einhver vinkona mín flottari en ég?
- Myndi hann einhverntímann halda framhjá mér?
- Hver kæmi í brúðkaupið okkar ef við giftum okkur?
- Hvernig myndi hann biðja mín?
- Og það sem meira er, hvernig hring myndi hann kaupa?
- Hvað ætli hann sé með í laun?
- Hvað ef hann segir að hann vilji eignast börn einn daginn, til þess eins að fá að sofa hjá mér?
- Finnst honum ég góð í rúminu?
- Er ég sú besta sem hann hefur sofið hjá?
- Af hverju er hann ekki búinn að senda mér sms?
- Mun mömmu hans líka vel við mig?
- Hvernig ætli hans fyrrverandi líti út?
- Hvað myndi hann gera ef ég yrði ólétt?
- Get ég treyst honum?
- Hvernig myndi hann bregðast við ef ég myndi prumpa?
- Hvað finnst honum um hvernig ég snyrti mig að neðan?
- Hugsar hann um mig þegar við erum ekki saman?
- Skammast hann sín fyrir mig?
- Hversu oft fróar hann sér?
- Hefur hann fundið g-blettinn SINN
- Af hverju í fjáranum er hann ekki búinn að senda mér sms?
Heimildir: Clutchmagonline.com