Langar að fá veskið sitt aftur

Ung stúlka lenti í þeirri óskemmtilegri reynslu að veskinu hennar var stolið og reynt að nota kortið hennar.  Við ætlum að aðstoða hana við að finna þetta veski sem er henni afar kært.

Ég lenti í þeim leiðinlega hlut að veskinu mínu var stolið og reyndi sá aðili að nota kortið mitt til þess að kaupa sér drykki á barnum,  en sem betur fer var kortið tekið af honum og afhent mér.  En aftur á móti komst aðilinn með veskið mitt i burtu en mér þykir ofboðslega vænt um þetta veski og ætla þvi að biðja ykkur um að deila þessu fyrir mig elsku vinir þannig að ég geti fengið veskið mitt aftur. Hérna fyrir neðan er mynd af veskinu.

veski

Þetta veski er ekki selt hérna a Íslandi þannig að það ætti ekki að vera erfitt  og vonandi að finna það. Endilega deilið þessu fyrir mig kæru vinir, þetta veski er mér afar kært.  Ég ætla að taka það fram líka að ég vil ekki kæra.   Mér langar bara i veskið aftur.

Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar mega endilega senda tölvupóst á ritstjorn@hun.is

SHARE