David Beckham næstum því nakinn í auglýsingu – Myndband

Ekki blikka augunum í þessar 30 sekúndur sem auglýsingin rennur í gegn, þú gætir misst af einhverju!  David Beckham er hér næstum því nakinn í nýjustu auglýsingaherferð sinni fyrir sænska tískurisann H&M.  Gerðar voru tvær auglýsingar sem fólk gat kosið á milli til að sýna á Super Bowl leiknum síðustu helgi, þessi hér fyrir neðan og önnur sem sýndi minni nekt á kappanum.  Auðvita var sú með meiri nekt, magavöðvum og upphandleggjum fyrir  valinu og skal engan kvenpening undra.  Sjón er sögu ríkari.

 

 

SHARE