5 góð ráð um forleik

Eitt af stærstu leyndarmálum góðs kynlífs er forleikur, að vera með forleikinn á hreinu er eitthvað sem getur tekið hvaða karlmann frá því að vera í áhugamanna liðinu upp í meistaradeildina. En hvað er það sem gerir fólk gott í  forleik og hvað er það sem við þurfum að gera ? Byrjum á byrjuninni og áttum okkur á því af hverju við þurfum forleik.

Af hverju þurfa konur forleik?

Ég veit ekki hvort við eigum að kalla þetta hæfileika, en flestir karlmenn taka ca. litlar 3 mínútur í að fá fullnægingu í kynlífi, sem getur verið hreinlega pínlegt þar sem að meðalkona er allavegana helmingi lengur að fá fullnægingu, ef hún fær hana yfirhöfuð. Það er því ansi góður ávani fyrir karlmenn að byrja á að örva konuna sína í forleiknum því ekki viljum við enda með ófullnægða konu í rúminu okkar. Mottóið í svefnherberginu ætti að vera „héðan sleppur enginn ófullnægður“.  En nóg um það, hvað er það sem við getum gert til að taka hin hefðbundna forleik og krydda hann aðeins?

1. Forleikur þarf ekki að gerast upp í rúmi með ljósin slökkt, byrjaðu daginn á að senda spennandi mynd eða skilaboð sem gefur til kynna hvað makinn þinn er að fara að fá um kvöldið. Það gerir hann svo spenntan að það verður erfitt fyrir hann að halda einbeitingu það sem eftir er af deginum.

2. Þegar að forleikurinn hefur færst inn í svefnherbergið er mikilvægt að hann sé að gera það sem þér líkar, við erum misjafnar eftir dögum svo það sem virkaði í gær getur verið algjörlega off í dag. Leiðbeindu honum á jákvæðan hátt, með því að taka höndina hans og sýna honum eða gera sjálf og leyfa honum að horfa á hvernig þú vilt að þetta sé gert. Um leið og hann áttar sig á því að hann er að gera eitthvað sem þú ert að fíla verður erfitt fyrir hann að hætta til að hefja aðalleikinn.

3. Nudd er eitthvað sem passar einstaklega vel í forleikinn. Sama hvernig nudd það er. Oft er gaman að setja reglur áður en nuddið byrjar, t.d að sá sem er nuddaður megi ekki snerta þann sem nuddar. Ef þú átt óþekkan maka þá er ef til vill sniðugt fyrir þig að splæsa í handjárn eða eitthvað til að binda hann niður.

4. Ef þú vilt koma makanum þínum á óvart gæti verið gaman að finna eitthvað til að binda fyrir augun. Svo er hægt að taka leikinn á annað stig með því að vera með t.d. bragðefna sleipiefni og láta aðilann smakka mismunandi brögð og giska á hvaða bragð það var. Þú ákveður svo refsingu fyrir röng svör og verðlaun fyrir þau réttu.

5. Leikföng eru eitthvað sem er tilvalið í forleikinn, hvort sem það er eitthvað sem þú notar og leyfir honum að horfa á eða hann fær að æfa sig á þér. Leikföngin hjálpa líka til með að komast nær fullnægingunni, svo loksins þegar að aðalleikurinn hefst þá eru meiri líkur á að þið fáið bæði fullnægingu. http://credit-n.ru/zaymi-na-kartu-blog-single.html http://credit-n.ru/calc.html

SHARE