Við hér á hún.is í samstarfi við Kristínu Stefánsdóttur höfund bókarinnar Förðun skref fyrir skref og Bókaútgáfuna Eddu efndum til leiks, sem var þannig að við vildum fá senda mynd frá ykkur þar sem einungis hálft andlitið var farðað en hinn helmingurinn alveg ófarðaður, því meiri munur því betra.
Hér er svo árangur þessa samstarfs okkar og gefum við Kristínu Stefánsdóttur orðið:
Alltaf gaman að breyta til og fá „makeover”
Sunna Mjöll er með þetta ekta módelandlit sem við förðunarmeistarar elskum og ekkert annað kom til greina en að farða hana Smokey förðun. Hún er alltaf klassísk og hægt að útfæra á margan hátt. Ég ákvað að nota vínrauða skyggingu og byrjaði á smokey blýanti og teiknaði hring utan um allt augað og dreifði úr litnum upp á augnlok þannig að svarti liturinn dreifðist upp. Næst setti ég dökkfjólubláan yfir svarta litinn tengdi og undir augun, síðan setti ég vínrauðan sem gefur þessa flottu áferð, mikinn maskara og stök augnhár sem ég setti inn á milli til að þykkja og fá dramatískara útlit.
Á varirnar notaði ég vínrauðan lit sem passar vel við þessa förðun. Ég ráðlegg konum að forðast of dökka varaliti sérstaklega þær sem hafa litlar varir þar sem það minnkar varirnar. Nú er t.d. mikið í tísku að vera með dökka liti og svartur er í tísku sem klæðir mjög fáar konur og nauðsynlegt að fylgja ekki blint þessum tískusveiflum heldur fá ráðgjöf um hvað hentar hverri og einni. Oft eru svona tískubólur markaðssetning frá merkjunum og geta komið mjög vel út á módelum en fyrir okkur „venjulegu” konurnar er þetta ekki endilega að henta.
Sunna Mjöll Bjarnadóttir 1. sæti
Farði– Porcelain.
Kinnalitur -Sólarpúður og Rosette fram í kinnar.
Augu– Augnskuggagrunnur og 576 Rose shimmer og 572 Eggplant með coal augnskuggablýanti undir.
Maskari – Lush og hálf fölsk augnhár í endann.
Varalitablýantur– Garnet.
Varalitur– Nirvana og Love Drop í miðjuna.
Elvar Logi hjá Kompaníinu sá um hárið á Sunnu Mjöll og byrjaði á því að þvo hárið upp úr nýja Thickening Shampó og næringunni frá Label M til að fá hámarksfyllingu í hárið. Hann blés svo hárið upp úr SSS eða Sea Salt Spray frá Label M til að fá en meiri fyllingu, grófa áferð og meiri greiðslumöguleika því hárið á Sunnu er svo slétt að það lekur allt úr og SSS kemur í veg fyrir það. Eftir blástur setti hann Brunette Dry Shampó til að fyrirbyggja að hársvörðurinn fitni yfir daginn. Einnig notaði hann Deep Waver frá HH Simosen og Hairspray frá Label M til búa til geggjaðar „beach waves.“ Hristi svo hárið vel eftir að það kólnaði.
Emilía Alexandersdóttir verslunarstjóri og stílisti sá um fatnaðinn frá Vero Moda.
Kolla Jóns. sá um myndatöku.