Brianna Marshall vaknaði upp við vondan draum kl 4:30 á fimmtudagsmorgun þegar hún kom að tómri vöggunni, þar sem sonur hennar, Kayden, 4 daga gamall hafði sofið. Samkvæmt WIFR hringdi hún beint í 911 og tilkynnti að drengurinn væri horfinn. Lögreglan í Beloit í Wisconsin og nærliggjandi fylkjum hefur nú hafið umfangsmikla leit að litla drengnum.
Foreldrar Kayden, þau Brianna og Bruce höfðu haft gesti til kl 1:30 um nóttina og þá farið að sofa og þá var Kayden í fasta svefni í vöggunni sinni. Engin merki voru um að brotist hefði verið inn og búið er að útiloka að gestirnir séu barnaræningjarnir og að um sé að ræða rán þar sem krafist verði lausnarfés.
Yfirlögreglustjórinn í Beloit sagði að mikill viðbúnaður sé vegna leitarinnar og nú sé verið að vinna í kapp við tímann. „Tíminn skiptir miklu máli þar sem verið er að leita að barni sem er aðeins 4 daga gamalt og munum gera allt sem við getum til að finna hann sem fyrst,“ segir lögreglustjórinn.