Ótrúlega frumleg og girnileg Brownies uppskrift frá síðunni Gotterí.is
Brownies
150gr suðusúkkulaði
100 gr smjör
4 egg
2 bollar sykur
1 tsk vanilludropar
1 ¼ bolli hveiti
½ tsk lyftiduft
Hitið ofninn 180 gráður. Setjið bökunarpappír í um það bil 20x30cm form og látið ná upp fyrir brúnirnar. Spreyið með matarolíu/berið matarolíu á pappírinn og setjið formið til hliðar. Bræðið súkkulaði og smjör í potti/örbylgjuofni, leggið til hliðar og hrærið í reglulega. Blandið hveiti og lyftidufti saman í skál og geymið. Hrærið því næst saman eggjum, sykri og vanillludropum í hrærivél/handþeytara í um 2 mínútur. Bætið súkkulaðiblöndunni rólega saman við eggjablönduna og hrærið rólega þar til vel blandað. Bætið því næst hveitiblöndunni varlega saman við, bara nokkrum matskeiðum í einu og hrærið mjög rólega þar til allt er vel blandað saman. Hellið deiginu í formið og bakið í miðjum ofni í 20-30 mínútur eða þar til prjónn kemur nánast hreinn úr kökunni. Kælið kökuna áður en kremið er sett á.
Piparmyntukrem
2 bollar flórsykur
4 msk mjúkt smjör
1 ½ tsk piparmyntudropar
1-2 msk mjólk
grænn matarlitur
Setjið allt hráefnið saman í skál nema matarlitinn og hrærið saman þar til vel blandað og örlítið loftkennt. Bætið matarlit útí í lokin og smyrjið jafnt yfir kökuna, kælið í um 30 mínútur. Útbúið súkkulaðihjúpinn á meðan.
Súkkulaðihjúpur
200gr suðusúkkulaði
6 msk smjör
After Eight til skrauts (má sleppa)
Setjið súkkulaði og smjör í skál og bræðið í örbylgjuofni eða í vatnsbaði. Þegar blandan er orðin slétt og fín má setja hana til hliðar í um 20 mínútur og leyfa henni aðeins að kólna, hrærið reglulega í á meðan. Því næst smyrjið þið súkkulaðihjúpnum yfir piparmyntukremið og kælið að nýju. Ef skreyta á kökuna með After Eight súkkulaði er mikilvægt að stinga því í áður en hjúpurinn tekur sig um of. Þegar hjúpurinn hefur harðnað er best að taka beittan hníf og skerið kökuna í bita.