Átta atriði sem að þú vissir ekki um augabrúnir

Margar okkar eyðum ómældum tíma og peningum í að viðhalda augabrúnunum, allt frá því að vaxa þær og plokka í að fylla inn í þær með blýanti. Flestar vitum við samt ekki af hverju við erum með þessar bogadregnu hárlínur í andlitinu, hvaða tilgangi þjóna þær eiginlega? Hvað segir lögun og samsetning augabrúna þinna um þig?

1. Þær eru hannaðar til að hjálpa okkur að sjá.
Aðalvirkni þeirra (fyrir utan að láta okkur líta vel út) er að halda raka frá augunum þegar það rignir eða við svitnum. Bogadregin lögun þeirra hjálpar til við að flytja vökva til hliðar í andlitinu, þannig að augun haldist þurrari.

2. Það er fullt af hári þarna!
Skv. Bosleyfyrirtækinu sem sérhæfir sig í hárígræðslum hefur meðalmanneskjan um 250 hár í hvorri augabrún. Sumar rannsóknir hafa sýnt að óplokkaðar augabrúnir geti verið með allt að 1100 hár!

3. Brúnirnar hafa líftíma.
Meðallíftími þeirra er 4 mánuðir, semsagt tíminn sem að það tekur frá því að hár dettur af og nýtt hár að vaxa í staðinn.

4. Þær eru mikilvægar til að við þekkjum andlit viðkomandi.
Rannsókn framkvæmd af MIT leiddi í ljós að fólk átti í meiri vandræðum með að þekkja andlit fólks sem að það þekkti þegar því var sýnd mynd af því án augabrúna. Því ályktuðu rannsakendur að augabrúnir gætu verið mikilvægari en augun þegar kæmi að því að þekkja andlit.

5. Augabrúnir eru raddstýrðar…ef svo má segja.
Augabrúnirnar hjálpa okkur að gefa til kynna tilfinningar okkar, en þær eru einnig “raddstýrðar”: þegar þú hækkar röddina þá hækka augabrúnirnar um leið og öfugt. Og ekki bara það, þegar þú tjáir þig án þess að hugsa, t.d. þegar þú ert hissa, þá hreyfast augabrúnirnar í samhverfu. Og öfugt, þegar þú sýnir æfða/ætlaða tjáningu, eins og forvitni eða grun um eitthvað, þá hreyfast augabrúnirnar.

6. Þær gefa manninum forskot.
Mörg spendýr hafa augabrúnir og nota þær til að tjá tilfinningar, en mannskepnan er eina tegundin sem hefur augabrúnir á beru hörundi, sem færir okkur framar í þróuninni þar sem að tjáning okkar gerir öðrum karlmönnum og konum auðveldara að sjá þær og túlka.

7. Við erum ekki fyrst til að fegra augabrúnir okkar.
Þegar við plokkum og fegrum augabrúnir okkar, erum við að fylgja margra ára þróun sögunnar í andlitssnyrtingu. Sérhver menning og tímaskeið hefur sinn hátt á að móta þær: Á byltingartímanum til dæmis rakaði fólk augabrúnirnar alveg af.

8. Augabrúnirnar segja meira um þig en þú heldur.
Skv. bókinni “Amazing face reading” eftir Mac Fuller, þá segja augabrúnirnar til um hver þú ert.
Bogadregnar augabrúnir gefa til kynna að þú sért með áhuga á fólki almennt og þurfir dæmi um alvöruvandamál til að skilja þau, meðan að beinar augabrúnir benda til að þú sért ákveðin, rökföst,  með staðreyndir á hreinu og þrífst á tæknilegum atriðum. Hornlaga augabrúnir sýna þann sem vill hafa rétt fyrir sér og er með andlega stjórn, sama hvaða aðstæðum viðkomandi lendir í.

 

Heimild

 

SHARE