Farði er góður fyrir húðina!

Margar konur halda að farði loki húðinni og fari illa með hana en það er mesti misskilningur en mikilvægt að finna réttan farða sem hentar þinni húðgerð og nota hann daglega.
Farði ver húðina fyrir utanaðkomandi áhrifum eins og kulda og hitabreytingum, ryki og mengun, þurru lofti og einnig kemur hann í veg fyrir þurrkabletti og æðaslit.
Með því að nota farða sérstaklega á veturna þá ver hann húðina gegn kulda og getur minnkað myndun á æðaslitum. Einnig þegar við erum með farða á húðinni erum við minna að nota fingurna í andlitið þar sem sýklar eru mikið í kring um okkur og ekki gott að vera mikið að nuddast í húðinni.
Farða á að nota daglega ekki bara þegar maður fer út, þannig nýtir maður farðann því annars eyðileggst hann og þránar.
Ég mæli með stiftfarða sem hægt er að nota með sérstökum farðabursta sem heitir Kabuki og er lítill hentugur bursti sem auðveldar að bera farðann á og gefur náttúrulega áferð og er fljótlegur í notkun.
Fljótandi farði nota þarf farðabursta eða svamp og þá þarf að nota litlaust púður yfir til að festa farðann og koma í veg fyrir að hann smitist.
Mæli ekki með að konur noti púður beint á húðina, það getur verið  þurrkandi og engin vörn.

Nokkur minnisatriði.

  • Nota farða daglega.
  • Nota rakakrem undir og undirfarða ef þörf er á.
  • Nota lítið sem ekkert púður á daginn ef hægt er, ef fljótandi farði er notaður verður að nota púður.
  • Velja farða líkan sínum eigin húðlit, ekki dekkra á kvöldin.
  • Hreinsa vel með hreinsikremi á kvöldin.
  • Ekki nota púður beint á húðina.

 

Kristín Stefáns snyrti- og förðunarmeistari stofnandi Noname, Förðunarskóla Noname og Snyrtiakademíunnar. Búin að vera í 30 ár í faginu og hefur kennt konum að farða sig allan þann tíma. Kristín stofnaði nýjan förðunarskóla í Hlíðasmára 8 sem býður upp á stutt og hnitmiðuð námskeið í förðun og endurmenntunarnámskeið fyrir fagfólk. Þar er einnig förðunarstudio opið alla daga vikunnar kl. 12-18 þar sem hægt er að fá faglega ráðgjöf og förðun.

 

Ljósmynd: Silla Páls.

SHARE