Hún hefur þegar eytt 7000 USD í nefaðgerð og brjóstastækkun til að vera nær draumnum um að vinna titilinn Ungfrú Venezuela.
En fyrir hina 18 ára gömlu Mayu Nava, er það ekki nóg. Hún hefur látið sauma plastnet við tunguna með þeim afleiðingum að það að borða fasta fæðu veldur henni miklum sársauka.
“Ég grennist hraðar með þessari aðferð”, sagði hún í viðtali í þættinum Extreme Beauty Queens: Secrets of South America sem sýndur er á BBC3. “Þú borðar það sama, en bara í fljótandi formi”.
Maya er ein af þúsundum ungra stúlkna sem þrá að vera krýndar Ungfrú Venezuela og fjölskyldur þeirra eru tilbúnar til að gera næstum hvað sem er til að svo verði.
“Ósk mín er að vera þekkt” viðurkennir hún. “Ég vil að fólk viti að fólk úr fátækrahverfunum geti gert það gott.
Titilinn myndi tryggja mér og fjölskyldu minni framtíð. Hann myndi gera okkur kleift að flytja úr fátækrahverfinu.”
Ákvörðun Mayu um að vilja ná árangri kemur ekki á óvart, hún býr í Santa Cruz hverfi Caracas en þar er morð framið
á 40 mínútna fresti að meðaltali.
Fegurðarsamkeppnir eru stór iðnaður í Venezuela, landi með fleiri Ungfrú Heim en nokkuð annað land og fleiri en 50 milljón áhorfendur fylgjast með lokakeppninni.
Að vinna Miss Venezuela getur þýtt leið til frama í skemmtanabransanum og út úr fátæktinni og því er kannski ekkert skrýtið að stúlkur þar vilji gera hvað sem er til að vinna.
Undir umsjón Osmel Sousa 67 ára sem jafnan er titlaður “Konungur fegurðarinnar” taka keppendur þátt í 6 mánaða undirbúningi fram að lokakeppninni þar sem engum tilfinningum er hlíft, myndavélarnar fylgjast stöðugt með og skurðaðgerðir eru daglegt brauð.
Osmel Sousa á tali við fréttakonu BBC JD Porter.
Miss Venezuela 2013 Migbellis Castellanos.
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.