Það er engin afsökun að eiga ekki kort í líkamsræktarstöð. Þú getur alltaf reimað á þig skó og æft utandyra eða heima í stofu.
Í meðfylgjandi myndbandi sýni ég ykkur nokkrar æfingar sem auðvelt er að gera utandyra. Þessi æfingahringur hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum og hægt er að aðlaga erfiðleikastigið að hverjum og einum.
Kíktu út á næsta leikvöll og taktu á því! Ég skora á þig að taka 2 – 3 umferðir af þessu!
1. æfing
Skokk/hlaup/ganga í 5 mínútur.
Finndu þann hraða sem þú getur haldið í þessar 5 mínútur.
Finndu stuttan hring eða hlauptu fram og til baka á góðum stíg.
2. æfing
Þær sem geta tekið upphífingar taka 5 upphífingar.
Hér er einnig gott að vera með félaga til að ýta létt undir fæturna ef við náum ekki upphífingum sjálfar og þá verður æfingin aðeins auðveldari.
Annars takið þið 5 endurtekningar af róðri á slá.
3. æfing
10 dýfur á bekk.
Passið að bakið fari ekki of langt frá bekknum. Hreyfing efri búks á að vera upp og niður en ekki á ská. Til að gera dýfurnar auðveldari getið þið gengið fæturna aðeins að ykkur í stað þess að hafa þá alveg beina.
4. æfing
30 jumping jacks.
Byrjið í standandi stöðu með hendur meðfram síðum. Hoppið sundur með fætur og klappið höndum uppi. Snertið mjaðmir aftur þegar þið hoppið saman. Þá eruð þið komnar með eina endurtekningu.
5. æfing
40 mountain climbers
Byrjið í beinni armbeygjustöðu. Skjótið öðrum fætinum fram svo hann snerti olnboga og endurtakið með hinum fætinum. Æfingin er hröð en passið þó að gera hana vel.
6. æfing
30 uppstig á pall.
Stígið með hægri fót upp á kassa eða bekk. Réttið úr ykkur í standandi stöðu áður en stigið er niður. Stígið með vinstri upp á kassann og gerið það sama. 15 endurtekningar á hvorn fót.
7. æfing
10 armbeygjur á bekk.
Armbeygjur með hendur á bekknum.
Ef þið ráðið ekki við að gera armbeygjurnar í þessum halla þá er gott að ganga fæturnar nær bekknum eða gera þær upp við vegg.
Góða skemmtun!
Birna er tvítug Reykjavíkurmær. Hún er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og hefur mikinn áhuga á mataræði og heilbrigðum lífsstíl. Birna stundar Boot Camp, hlaup og lyftingar af kappi. Hún er dugleg að takast á við krefjandi áskoranir og leika lausum hala utan þægindarammans. Hvort sem það er utanvegahlaup, kraftlyftingar, þrekkeppnir eða annað í þeim dúr. Birna mun deila uppskriftum úr eigin tilraunaeldhúsi með lesendum Hún.is ásamt því að skrifa skemmtilega og upplífgandi pistla er snúa að heilbrigðum lífsstíl og sjálfsrækt.