Það skal viðurkennast að æfingarnar sem við framkvæmum í ræktinni eru stundum svolítið skondnar og sumar bara alls ekkert dömulegar. Sumar framkalla jafnvel smá tíst þegar við gerum þær í fyrsta skipti. Gott ráð er líka að þurfa ekki að leysa vind rétt á meðan þú situr/liggur/stendur með rassinn út í loftið í þessum æfingum! Margar þessara æfinga eru þó mjög góðar og auðvitað höldum við ótrauðar áfram að gera þær!
Good mornings.
Pissandi hundur. Mjög furðuleg æfing en engu að síður vel krefjandi.
Downward facing dog (jóga)
Hip adductor / mjaðma-aðfærir. Þú gætir viljað forðast óþarfa augnsambönd rétt á meðan.
Let´s get physical!
Mjaðmalyftur. Frábær æfing engu að síður!
Kviðhjólið.
Alls ekki prumpa hér!
Bjarnarganga. Þú gætir kosið að gera þessa í góðra vina hópi.
Birna er tvítug Reykjavíkurmær. Hún er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og hefur mikinn áhuga á mataræði og heilbrigðum lífsstíl. Birna stundar Boot Camp, hlaup og lyftingar af kappi. Hún er dugleg að takast á við krefjandi áskoranir og leika lausum hala utan þægindarammans. Hvort sem það er utanvegahlaup, kraftlyftingar, þrekkeppnir eða annað í þeim dúr. Birna mun deila uppskriftum úr eigin tilraunaeldhúsi með lesendum Hún.is ásamt því að skrifa skemmtilega og upplífgandi pistla er snúa að heilbrigðum lífsstíl og sjálfsrækt.