Simon Cowell eignaðist sitt fyrsta barn síðastliðinn föstudag 14. febrúar klukkan 21.45 að íslenskum tíma. Hann og Lauren Silverman tilkynntu í ágúst á síðasta ári að þau ættu von á barni saman. Þau eignuðust heilbrigðan strák sem er búið að nefna Eric Philip. Simon er að vonum alsæll með frumburðinn sinn, en Lauren á fyrir 8 ára dreng úr fyrra hjónabandi. Simon segir að nafnið Eric sé í höfuðið á föður sínum sem hafi haft mikill áhrif á sig í gegnum tíðina.