Speltpizza – Æðislega bragðgóð

Pizzur eru alltaf vinsæll matur og ekki er verra ef hægt er að fá pizzu sem er jafnvel aðeins hollari en hin venjuleg hveitipizza. Þessi speltpizza er alveg æðislega góð og það verður engin svikin af því að baka eina svona.

 

Speltpizza 

300 gr spelt

3 tsk lyftiduft

½ tsk salt

1 msk oregano

2 msk ólífuolía

2 ½ dl AB-mjólk eða vatn

Speltið má vera fínt eða blanda af grófu og fínu.

Blandið spelti, lyftidufti, salti og kryddi saman og seinast olíunni saman við. Vatnið eða AB-mjólkin kemur síðust.

Hrærið degið þannig að passlega blautur massi fæst og hnoðið það síðan en samt eins lítið og hægt er því botninn gæti orðið seigur af lyftiduftinu.

Fletið út, setjið á bökunarplötu og setjið sósu og ykkar uppáhaldsálegg á. Bakist á 180° í um það bil 20 mín. Fylgist með litnum á ostinum og takið út þegar hann er orðin bakaður.

Þessi uppskrift nægir í ca. tvær 14″ pizzur

Verði þér að góðu!

SHARE