Hangandi loftljós hurfu á tímabili. Enda flæddu innfelldar lýsingar yfir allt og hangandi ljós þóttu barn síns tíma. En sem betur fer fara tískustraumarnir í hringi og upp á síðkastið hafa gömlu góðu hangandi ljósin dottið inn aftur og það með látum. Hönnun þeirra er annarsvegar framúrstefnuleg, enda bjóða ledýsingar upp á ótrúlega möguleika í þessum efnum. Á hinn bóginn sækja hönnuðir í gamlar hugmyndir og form ljósa og poppa þau upp með skemmtilegum hætti.
Loftljósin eru því orðin hluti af fallegri hönnun heimilisins og oftar en ekki stela þau athyglinni í látlausu umhverfi. Hérna eru nokkrar myndir af því helsta sem er í gangi með hönnun og lýsingu bæði heima fyrir og í fyrirtækjum.
Árni býr í Reykjavík en ólst upp í Garðinum. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og nam stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Að því gefnu hefur hann mikinn áhuga á stjórnmálum, ásamt því að vera mikill áhugamaður um hönnun, arkitektúr og ljósmyndun. Árni hefur gaman að tónlist og leiklist, kvikmyndum og matargerð annarra. Hann viðurkennir fúslega að vera ömurlegur í eldhúsinu og leggur ekki á nokkurn mann að koma í mat til sín. Nýja dellan er að vaða um íslenska náttúru með myndavélina og reyna að ná góðum myndum með misjöfnum árangri. Árni er mikil félagsvera og nýtur sín best í góðra vina hópi og með fjölskyldunni. Hann er dýravinur, en gengur illa að eiga gæludýr. Þau annað hvort drepast eða flýja af heiman. Árni gleymir sér á netinu við að skoða fallega hönnun, heimili og fasteignasíðurnar eru í miklu uppáhaldi. Árni deilir með okkur því sem hann fellur fyrir hverju sinni og reynir að koma víða við í stílum og hönnun til að ná til sem flestra. Árni heldur úti Facebooksíðu þar sem hann deilir hugðarefnum sínum, enda kallar hann síðuna Hugarheim Árna.