Ég fór í læknisskoðun í dag, eftir flensuna.
Læknirinn byrjaði á að spyrja hversu þung ég væri. Ég svaraði: „55 kg“ – Þá lét hann mig stíga á vigtina sem sýndi 95 kg.
Næst spurði hann hversu há ég væri. Svar: „168 cm“- Þá mældi hann hæð mína og niðurstaðan var 155 cm.
Að lokum mældi hann blóðþrýstinginn hjá mér og sagði að hann væri allt of hár. Þá var nú farið að fjúka heldur betur í mig og ég svaraði: „Já, ertu eitthvað hissa á því? Þegar ég kom hingað var ég há og grönn en er núna orðin lítil og feit!“