Huggulegt heimili á Skaganum – Myndir

Á Akranesi stendur þetta huggulega raðhús á tveimur hæðum. Húsið er um 268 fm. en innréttingarnar eru allar sérsmíðaðar hjá Trésmiðju Akraness. Lofthæðin er mikil í aðalrýminu, en á gólfum eru kremaðar flísar sem tóna vel við innréttingarnar. Baðherbergin eru flísalögð og á aðalbaðherberginu er vegleg og stór sturta með glerskilrúmi. Svefnherbergin eru þrjú og inn af hjónaherbergi er fataherbergi. Í kjallaranum er fjölskyldurými sem hefur verið hólfað af með tveimur léttum milliveggjum. Hringinn í kringum húsið er stór sólpallur sem samanstendur af timbri og hellulögn og þar er að finna heitapott. Þetta er virkilega skemmtileg eign og er til sölu á um 59 milljónir.

 

 

 

SHARE