Spænskar rækjur hafa verið mallaðar reglulega á undanförnum árum á mínu heimili. Það er fátt betra en þessi réttur með heimabökuðu brauði, soðnu bankabyggi, grænmeti og fetaosti. Frábær réttur þegar við viljum fá okkur eitthvað létt og gott í magann.
500-700 gr. rækjur (venjulegar)
2 msk olía
1 rauðlaukur
1 hvítlauksrif
1 msk spelt
1 tsk paprikukrydd
1 dós niðursoðnir Hunt‘s tómatar
2-3 msk vatn
1 fiskteningur
½ tsk chilliflögur
Aðferð
1. Saxið rauðlaukinn smátt og pressið hvítlaukinn. Hitið olíu á pönnu og steikið lauk og hvítlauk saman í nokkrar mínútur.
2. Stráið speltinu yfir ásamt paprikukryddi og chilliflögum. Steikið áfram en ekki á of miklum hita.
3. Bætið tómötunum í ásamt vatni og fiskteningi. Látið suðuna koma upp
4. Lækkið undir eða slökkvið og bætið rækjunum út í.
Berið fram og njótið vel!
Birna er tvítug Reykjavíkurmær. Hún er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og hefur mikinn áhuga á mataræði og heilbrigðum lífsstíl. Birna stundar Boot Camp, hlaup og lyftingar af kappi. Hún er dugleg að takast á við krefjandi áskoranir og leika lausum hala utan þægindarammans. Hvort sem það er utanvegahlaup, kraftlyftingar, þrekkeppnir eða annað í þeim dúr. Birna mun deila uppskriftum úr eigin tilraunaeldhúsi með lesendum Hún.is ásamt því að skrifa skemmtilega og upplífgandi pistla er snúa að heilbrigðum lífsstíl og sjálfsrækt.