10 ástæður til að drekka grænt te

Heimasíðan Betri næring er glæsileg ný síða þar sem hægt er að lesa sannleikann um næringu og heilsu og eru það þau Kristján Már Gunnarsson og Ragna S. Óskarsdóttir sem halda síðunni úti.

Þau birtu á dögunum þessa flottu grein um grænt te og fengum við leyfi til að birta hana hér.

————————

Grænt te er líklega hollasti drykkur jarðar.

Í því er fullt af andoxunarefnum og lífrænum efnasamböndum sem geta haft mikil áhrif á starfsemi líkamans.

Þar með talið er bætt heilastarfsemi, fitutap, minni líkur á krabbameini og fjöldi annarra áhrifa.

Hér er listi yfir 10 helstu kosti þess að drekka grænt te, sem hefur verið sýnt fram á í rannsóknum á mönnum.

1. Grænt te inniheldur ýmis lífræn efnasambönd sem geta bætt heilsuna

Grænt te er meira en bara vatn með grænum lit.

Töluvert af þeim lífrænu samböndum sem eru í telaufunum eru enn til staðar í lokadrykknum og því inniheldur hann mikið af mikilvægum næringarefnum.

Grænt te er mjög ríkt af efnum sem kallast fenólar, sem eru kraftmikil andoxunarefni (1).

Þessi efni geta verndað frumur og sameindir líkamans gegn skemmdum, en náttúruleg andoxunarefni eru talin geta hægt á öldrun og stuðlað að minnkuðum líkum á mörgum sjúkdómum.

Eitt af mikilvægustu efnunum í grænu tei er andoxunarefnið Epigallocatechin Gallate (EGCG) sem hefur verið rannsakað mikið og er líklega aðal ástæðan fyrir því hvað grænt te hefur öflug áhrif á heilsuna.

Grænt te inniheldur líka örlítið magn steinefna sem eru mikilvæg fyrir heilsuna, þar á meðal mangan.

Reyndu að velja frekar te af hærri gæðaflokki, þar sem sumar þeirra tegunda sem eru lakari í gæðum geta innihaldið eitthvað af flúor (2).

Niðurstaða: Grænt te inniheldur mikið af lífrænum efnasamböndum sem geta haft margvísleg góð áhrif á heilsu.

2. Efnasambönd í grænu tei geta bætt heilastarfsemi

bolli af grænu te-iGrænt te gerir meira en að halda þér vakandi, það getur líka gert þig klárari.

Lykilefnið er koffín, sem er þekkt fyrir örvandi áhrif sín.

Grænt te inniheldur ekki eins mikið koffein og kaffi, en samt nóg til að kalla fram örvun án þess að valda þeirri oförvun sem getur fylgt of mikilli kaffidrykkju.

Það sem koffín gerir er að það hindrar virkni hamlandi taugaboðefnis í heilanum sem kallast Adenosine. Á þennan hátt getur koffín aukið virkni taugafruma og magn taugaboðefna eins og dópamíns og noradrenalíns (34).

Koffín hefur verið mikið rannsakað og niðurstöður sýna fram á bætta heilastarfsemi, þar á meðal betra skap, meiri orku, betri viðbragðstíma og bætt minni (5).

Hins vegar inniheldur grænt te mun meira en bara koffín. Það inniheldur líka amínósýruna L-theanine (6).

L-theanine eykur virkni taugaboðans GABA, sem vinnur gegn kvíða. Það eykur líka magn dópamíns og framleiðslu alfa bylgja í heilanum (789).

Rannsóknir sýna að koffín og L-theanine virka mjög vel saman. Blanda þessara tveggja efna er sérstaklega heppileg til að bæta heilastarfsemi (1011).

Vegna L-theanine og koffíns örvar grænt te þig á mildari og þægilegri hátt en kaffi.

Margir segja að þegar þeir drekka grænt te hafi þeir “jafnari” orku og komi meiru í verk en eftir kaffidrykkju.

Niðurstaða: Grænt te inniheldur minna koffín en kaffi, en samt nóg til að valda áhrifum. Það inniheldur líka amínósýruna L-theanine sem vinnur samhliða koffíninu að bættri heilastarfsemi.

3. Grænt te eykur fitubrennslu og bætir líkamlega frammistöðu

teplantaEf þú lest innihaldslýsingu á einhverju fæðubótarefni sem á að auka fitubrennslu eru allar líkur á að það innihaldi m.a. grænt te.

Þetta er vegna þess að það hefur sýnt sig í rannsóknum á mönnum að grænt te eykur fitubrennslu og örvar efnaskiptin (12).

Ein ástæðan er að eitt af virku efnunum í grænu tei, EGCG, hindrar ensím sem kallast Catechol-o-methyl transferase og brýtur niður noradrenalín.

Með því að hindra virkni þessa ensíms eykst magn noradrenalíns, en það er eitt af fitubrennsluhormónum líkamans.

Koffín eitt og sér getur líka aukið efnaskiptahraða, meira en svo að hægt sé að útskýra það eingöngu út frá koffíninu.

Í einni rannsókn á 10 hraustum mönnum, jók grænt te brennsluna um 4%. Önnur rannsókn sýndi að fitubrennsla jókst um 17%, sem bendir til að grænt te sé sérlega vel til þess fallið að brenna fitu (1314).

Það hefur sýnt sig að blanda af EGCG og koffíni hraðar brennslu sérstaklega mikið, ein rannsókn leiddi í ljós að þátttakendur brenndu 179 kaloríum meira á einum degi (15).

Hins vegar vil ég benda á að sumar rannsóknir sýna ekki að grænt te hraði brennslu, svo að áhrifin virðast vera mismunandi á milli einstaklinga (16).

Það hefur einnig komið í ljós að koffín eitt og sér getur bætt virkni vöðvanna með því að flytja fitusýrur úr fituvef til að hægt sé að nýta þær sem orku (1718).

Í tveimur aðskildum rannsóknum hefur koffín bætt líkamlega frammistöðu að meðaltali um 11-12% (1920).

Niðurstaða: Grænt te inniheldur hóflegt magn af koffíni og mikið af lífrænu efnasambandi sem kallast EGCG, en bæði þessi efni geta hraðað brennslu.

4. Andoxunarefni í grænu tei geta dregið úr líkum á ýmsum tegundum krabbameins

grænt te, kanna og bollarKrabbamein verður til vegna þess að frumuvöxtur verður stjórnlaus. Krabbamein er eitt af helstu orsökum dauðsfalla í heiminum.

Það er vel þekkt að skemmdir vegna oxunar auka líkur á krabbameinsvexti og að andoxunarefni geta verndað gegn þessum áhrifum (21).

Grænt te inniheldur mikið af kröftugum andoxunarefnum, þannig að það virðist fullkomlega rökrétt að það dragi úr líkum á krabbameini, en það virðist líka vera raunin:

    • Brjóstakrabbamein: Samantekt á faraldsfræðilegum rannsóknum sýndi að þær konur sem drukku mest af grænu tei voru í 22% minni hættu á að fá brjóstakrabbamein, en það er algengasta krabbameinið hjá konum (22).

 

    • Krabbamein í blöðruhálskirtli: Ein rannsókn sýndi að menn sem drukku grænt te voru í 48% minni hættu á að fá krabbamein í blöðruhálskirtli, en það er algengasta krabbameinið hjá körlum (23).

 

  • Ristilkrabbamein: Rannsókn á 69.710 kínverskum konum leiddi í ljós að þær sem drukku grænt te voru í 57% minni hættu á að fá ristilkrabba (24).

Fjöldi annarra faraldsfræðilegra rannsókna sýna að þeir sem drekka grænt te eru mun ólíklegri til að fá ýmsar tegundir krabbameins (252627).

Það er mikilvægt að hafa í huga að það er ekki góð hugmynd að setja mjólk í teið, þar sem mjólkin getur dregið úr andoxunaráhrifunum (28).

Niðurstaða: Grænt te inniheldur kröftug andoxunarefni sem geta verndað gegn krabbameini. Fjöldi rannsókna sýna að þeir sem drekka grænt te eru í minni hættu á að fá ýmsar tegundir krabbameins.

5. Grænt te verndað heilann og dregið úr líkum á Alzheimer og Parkinsons

eldri hjón með tebollaEkki aðeins getur grænt te bætt heilastarfsemi þína til styttri tíma, heldur getur það líka verndað heila þinn fyrir algengum öldrunarsjúkdómum.

Algengasti taugarýrnunarsjúkdómurinn er Alzheimer og er hann aðalorsök vitglapa í vestrænum samfélögum.

Parkinsons sjúkdómurinn er annar algengasti taugarýrnunarsjúkdómurinn og orsakast af dauða dópamín myndandi frumna í heilanum.

Fjöldi rannsókna sýna að efnasamböndin í grænu tei hafa ýmis verndandi áhrif á taugafrumur, bæði í tilraunaglösum og í dýratilraunum.

Grænt te getur því mögulega dregið úr líkum á Alzheimer og Parkinsons (2930,31).

Niðurstaða: Lífrænu efnasamböndin í grænu tei geta haft ýmis verndandi áhrif á taugafrumur og geta dregið úr líkum á bæði Alzheimer og Parkinsons, sem eru tveir algengustu taugahrörnunarsjúkdómarnir.

6. Grænt te getur drepið bakteríur, bætt tannheilsu og dregur úr líkum á sýkingum

grænt te í tréskeiðVirku efnin í grænu tei hafa einnig önnur mikilvæg áhrif.

Nokkrar rannsóknir sýna að þessi efni geti drepið bakteríur og verndað gegn veirum eins og inflúensu og þar með dregið úr líkum á sýkingum (323334,35).

Streptococcus mutans er helsta skaðlega bakterían í munni. Hún veldur tannátu (sérstaklega ef mikils sykurs er neytt) og er ein af aðalorsökum tannskemmda.

Rannsóknir sýna að virku efnin í grænu tei geta hamlað vexti streptococcus mutans. Neysla á grænu tei er tengd við bætta tannheilsu og minni hættu á tannskemmdum (363738394041).

Önnur frábær afleiðing drykkju á grænu tei… fjöldi rannsókna sýna að það dregur úr andfýlu (4243).

Niðurstaða: Efnið catechin í grænu tei getur hamlað vexti baktería og einhverra veira. Þetta getur dregið úr sýkingum og leitt til bættrar tannheilsu.

7. Grænt te getur dregið úr líkum á sykursýki 2

íste í glasiSykursýki 2 er sjúkdómur sem hefur náð áður óþekktum hæðum á síðustu árum og herjar nú á um það bil 300 milljónir manna.

Þessi sjúkdómur felur í sér að blóðsykur verður of hár vegna insúlínóþols og/eða vangetu til að framleiða insúlín.

Rannsóknir sýna að grænt te getur bætt insúlínþol og dregið úr blóðsykri (4445).

Ein rannsókn í Japan leiddi í ljós að þeir sem drukku mest grænt te voru 42% ólíklegri til að þróa með sér sykursýki 2 (46).

Samkvæmt yfirliti yfir 7 rannsóknir þar sem þátttakendur voru samtals 286.701, voru þeir sem drukku grænt te 18% ólíklegri til að verða sykursjúkir (47).

Niðurstaða: Nokkrar stýrðar rannsóknir sýna að grænt te getur lækkað blóðsykur og dregið úr líkum á sykursýki 2.

8. Grænt te getur dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum

duft af grænu te-iHjarta- og æðasjúkdómar eru helsta orsök dauða í heiminum (48).

Rannsóknir sýna að grænt te getur bætt nokkra af helstu áhættuþáttum þessara sjúkdóma.

Þar með talið er heildar kólesteról, LDL kólesteról og þríglýseríð (49).

Grænt te eykur mjög mikið andoxunarvirkni blóðsins, sem verndar LDL kólesterólagnir gegn því að oxast, en oxun LDL agna er eitt af því sem á sér stað þegar hjartasjúkdómar eru að þróast (505152).

Miðað við jákvæð áhrif á áhættuþætti kemur ekki á óvart að sjá að þeir sem drekka grænt te eru 31% ólíklegri til að fá hjarta- og æðasjúkdóma (535455).

Niðurstaða: Það hefur sýnt sig að grænt te lækkar bæði heildarkólesteról og LDL kólesteról, auk þess sem það dregur úr líkum á að LDL agnirnar oxist. Faraldsfræðilegar rannsóknir sýna að tedrykkjumenn eru í minni hættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóma.

9. Grænt te getur hjálpað þér til að léttast og dregið úr líkum á offitu

bolli af grænu te-i með laufumÞar sem grænt te getur hraðað brennslu kemur ekki á óvart að það getur hjálpað þér til aðléttast.

Nokkrar rannsóknir sýna að grænt te leiðir til þess að líkamsfita minnkar, sérstaklega hættulega kviðfitan (565758).

Ein af þessum rannsóknum var 12 vikna stýrð rannsókn á 240 mönnum og konum. Hjá hópnum sem drakk grænt te lækkaði fituprósenta töluvert meira, auk líkamsþyngdar, mittismáls og kviðfitu (59).

Hins vegar sýna sumar rannsóknir ekki marktæka aukningu á þyngdartapi hjá þeim sem drekka grænt te þannig að best er að taka þessum niðurstöðum með fyrirvara (60).

Niðurstaða: Sumar rannsóknir sýna að grænt te leiði til aukinnar þyngdarlosunar. Það er sérstaklega áhrifaríkt til að draga úr hættulegu kviðfitunni.

10. Grænt te getur dregið úr líkum á dauða og hjálpað þér til að lifa lengur

glas og tepokiAð sjálfsögðu deyjum við öll á endanum. Það er ljóst.

Hins vegar, ef það er rétt að þeir sem drekka grænt te séu í minni hættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein, þá er rökrétt að þessir einstaklingar muni lifa lengur.

Rannsókn á 40.530 Japönum á 11 ára tímabili sýndi að þeir sem drukku mest af grænu tei (5 eða fleiri bolla á dag) voru marktækt ólíklegri til að deyja á meðan á rannsókninni stóð (61).

    • Öll dauðsföll: 23% minni líkur hjá konum, 12% minni hjá mönnunum.

 

    • Dauðsföll vegna hjartasjúkdóma: 31% minni líkur hjá konum, 22% minni hjá mönnunum.

 

  • Dauðsföll vegna heilablóðfalla: 42% minni líkur hjá konum, 35% minni hjá mönnunum.

Önnur rannsókn á 14.001 öldruðum Japönum á aldrinum 65-84 ára sýndi að þeir sem drukku mest grænt te voru 76% ólíklegri til að deyja á meðan á þessari 6 ára rannsókn stóð (62).

Að lokum

Margar af þeim rannsóknum sem vísað er til hér að ofan eru svokallaðar faraldsfræðilegar rannsóknir. Þannig rannsóknir sýna aðeins að um tengsl sé að ræða, þær geta ekki sannað að grænt te valdi þessum áhrifum.

Hins vegar eru niðurstöður þessara rannsókna fullkomlega rökréttar miðað við þau kröftugu áhrif sem lífrænu efnasamböndin í grænu tei valda.

Þessi grein birtist upphaflega á AuthorityNutrition.com.

Ekki gleyma að læka okkur á Facebook.

SHARE