Himneskar laxabollur – Uppskrift

Lax er á topp 10 yfir uppáhalds kvöldmat. Grillaður lax þykir mér vera algjört lostæti. Stundum er þó gaman að gefa laxinum smá ,,twist” og  þá koma þessar laxabollur sterklega til greina.

350 gr. lax (roðlaus)

1 egg

smá sítrónusafi

1 1/2 – 2 msk hneturasp (hakkaðar möndlur/hnetur)

Salt og pipar

1/2 tsk basil

Smá steinselja

Kókosmjöl

 

Aðferð

1. Hitið ofn í 180°C

2. Skellið öllu nema kókosmjölinu í matvinnsluvél

3. Mótið 6 bollur úr blöndunni

4. Veltið bollunum upp úr kókosmjölinu

5. Bakið í 8-10 mín

6. Njótið með því sem ykkur þykir best

Verði ykkur að góðu!

SHARE