Augabrúnir mynda eins konar ramma utan augnförðunina og skipta því miklu máli í förðun. Mjög gott er að fá snyrtifræðing til að móta augabrúnirnar í fyrstu á snyrtistofu og halda þeim síðan við sjálfar. Augabrúnir eru mismunandi eins og þær eru margar og mótun þeirra er oft tengd tískustraumum sem sumar fara eftir, en aðrar vilja hafa þær náttúrulegar og eðlilegar mótaðar. Ekki er klæðilegt að hafa augabrúnirnar of dökkar eða afgerandi mótaðar, það gerir konur grimmar í útliti.
Fyrsta skref er að plokka augabrúnirnar, næsta skref að móta þær og lita.
Nokkur ráð eru til en það besta er að nota augabrúnatússinn (Brow definer) sem er auðvelt er að nota og virkar ótrúlega vel fyrir flestar konur. Þessi tússpenni kemur í einum gegnsæjum lit sem gefur augabrúnunum létta og mjög náttúrulega áferð. Þar sem hann er vatnsheldur smitast liturinn ekki út eða hverfur ef óvart er strokið yfir hárin.
Augabrúnatússpenni sem er mjög sniðugur til að móta augabrúnir, rúsínan í pylsuendanum er að hann er vatnsheldur og endist því allan daginn.
Einnig er hægt að nota augnskugga, svartan eða dökkbrúnan til að móta þegar maður vill fá dökkar og áberandi mótaðar brúnir og gefur það mjög náttúrulega áferð og ekki erfitt að gera.
Augnskuggar sem henta til að móta augabrúnir. Til í brúnum og svörtum.