Ég var að fylgjast með söng þættinum THE VOICE fyrir stuttu. Þarna er samansafn af ótrúlega hæfileikaríku fólki að spreyta sig með sínum risa stóru röddum. Innan um nýjar útgáfur af gömlum poppsmellum og skemmtilega skrítnar persónur fór ég, eins og svo oft áður að leiða hugann að fötunum, stílnum og heildarútliti keppandanna. Það var þó eitt sem að fangaði augu mín meir en allt annað….hárið. Flestar söngkonurnar voru með litað hár í ýktum litum, hvort sem það voru bleikir, bláir að grænir lokkar. Einna furðulegast við þetta allt saman var að mér fannst þetta vera að virka.
Í sumar voru strípur í öllum regnbogans litum áberandi en á Íslandi hafa þó ekki margar konur gengið alla leið, skipt um ham og heillitað sig í þessum litum. Sjálf væri ég alveg til í að prófa nammi litað hár….kannski svona eina kvöldstund.