Nýr förðunarskóli – Nýjar áherslur

Stutt og hnitmiðuð námskeið fyrir alla sem áhuga hafa á förðun.
NN Makeup school er nýr förðunarskóli sem opnaði í nóvember síðastliðinn, ég er stofnandi skólans og hef starfað við fagið síðast liðin 30 ár og stofnaði meðal annars Förðunarskóla NONAME og Snyrtiakademínuna ásamt Ingu Þyrí Kjartansdóttur.  Skólastjóri nýja skólans er Ástrós Erla Benediktsdóttir förðunarmeistari .

4
Þessi förðunarskóli er ekki með sama sniði og aðrir skólar hér á landi. Námið er fyrst og fremst hugsað sem stutt og hnitmiðað nám með persónulegri kennslu þar sem kennd eru helstu grunnatriði í förðun og fáir nemendur hverju sinni þar sem hver og einn fær sérkennslu.  Mér fannst vantar skóla á markaðinn sem byði upp á styttri og ódýrari námskeið í förðun þar sem svo margar vilja ekki vinna við þetta en læra samt aðeins meira um förðun án þess að fara í 14 vikna nám og útskrifast sem förðunarfræðingur.

1
Þessi förðunarskóli er ekki með sama sniði og aðrir skólar  þar sem 5 skólar eru starfræktir hér á landi, okkar skóli býður upp á styttri námskeið sem viðkomandi þarf hvorki að skila vinnubók né taka prófverkefni í lokin og hentar þeim sem vilja læra fyrir sjálfan sig eða fag sitt. Námið er því mjög hentugt fyrir fagfólk sem vill bæta við þjónustu sína til dæmis eins og hárgreiðslufólk, stílista, ljósmyndara og fleiri.

 

8

 

Námskeiðið getur einnig hentað vel fyrir einstaklinga sem notast mikið við förðun dagsdaglega vegna vinnu t.d. dansara, söngvara eða annað sviðsframkomufólk.
Förðunarvörur.
Við vinnum upp úr hinum þekktu NN-Cosmeics förðunarvörum (noname) Sugarpill Cosmetics og Lit Cosmetics allt hágæða förðunarvörur sem fagfólkið notar.
Fyrsti hópurinn var útskrifaður í desember en það var hópur sem tók grunnnámskeið í tísku og ljósmyndaförðun. Síðan þá hefur skólinn einnig bætt við Special effects námskeiði en fyrsta námskeiðið var haldið í febrúar og verður næsta haldið 14.mars næstkomandi.

9

6

7
Kennarar:
Ég og Ástrós sjáum um kennslu í grunnnámskeiðinu og Selma Hafsteinsdóttir sér um Special effects námskeiðið.
Einnig bjóðum við upp á endurmenntunarnámskeið fyrir þá sem hafa einhvern tímann tekið förðunarnám en vilja fá upprifjun og þar er farið yfir það sem er í gangi í dag og grunnurinn rifjaður upp.

 

Smelltu á þennan borða og kannaðu málið frekar 3

 

 

SHARE