SagaMedica er fyrirtæki sem stofnað var árið 2000 og er leiðandi fyrirtæki í íslenskum náttúruvöruiðnaði. Stofnun fyrirtækisins á sér rætur í rannsóknarstarfi sem Dr. Sigmundur Guðbjarnason, lífefnafræðingur og fyrrum rektor Háskóla Íslands, hóf árið 1992. Tveimur árum síðar fékk Sigmundur annan lífefnafræðing, Steinþór Sigurðsson, til liðs við sig en þeir hafa unnið ötullega að rannsóknum á íslenskum lækningajurtum. Með rannsóknunum hefur tekist að sýna fram á vísindalegar ástæður fyrir vinsældum vissra jurtategunda í gegnum aldirnar.
Hreinleiki og jákvæð ímynd íslenskrar náttúru skiptir miklu máli fyrir SagaMedica, því sérstaða hráefnis þeirra er einstök í alþjóðlegu samhengi.
Ein af þeim frábæru vörum sem SagaMedica framleiðir heitir Angelica og er unnin úr hvannarfræjum, en þau innihalda fjölmörg lífvirk efni og hafa ritrýndar rannsóknir sýnt fram á að mörg efnanna vinni gegn allskyns veirum. Margir taka því Angelicu á haustin til að verjast kvefi og flensu.
Annað sem Angelica virkar mjög vel á er kvíði og getur þá reynst vel í dagsins amstri og á álagspunktum í lífi fólks.
Þú getur fræðst meira um Angelica á heimasíðu SagaMedica.