Anna Herman hannaði þessa skemmtilegu íbúð í Moskvu í Rússlandi. Í grunninn er íbúðin hvít og samtímaleg, en Önnu tekst að tengja saman gamalt og nýtt með sérstökum hætti. Grófir hlutir eins og skápar og eyjan í eldhúsinu sem er úr vörubrettum brjóta svo sannarlega upp stemminguna. Hvert smáatriði er úthugsað og líkist uppstillingin soldið á sýningu en heimili. Það er sérstak að í stofunni sé engin sófi og mikil áhersla lögð á listaverk sem fá að njóta sín vel. Blái ísskápurinn í eldhúsinu er virkilega smart og brýtur vel upp hvítt rými.
Árni býr í Reykjavík en ólst upp í Garðinum. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og nam stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Að því gefnu hefur hann mikinn áhuga á stjórnmálum, ásamt því að vera mikill áhugamaður um hönnun, arkitektúr og ljósmyndun. Árni hefur gaman að tónlist og leiklist, kvikmyndum og matargerð annarra. Hann viðurkennir fúslega að vera ömurlegur í eldhúsinu og leggur ekki á nokkurn mann að koma í mat til sín. Nýja dellan er að vaða um íslenska náttúru með myndavélina og reyna að ná góðum myndum með misjöfnum árangri. Árni er mikil félagsvera og nýtur sín best í góðra vina hópi og með fjölskyldunni. Hann er dýravinur, en gengur illa að eiga gæludýr. Þau annað hvort drepast eða flýja af heiman. Árni gleymir sér á netinu við að skoða fallega hönnun, heimili og fasteignasíðurnar eru í miklu uppáhaldi. Árni deilir með okkur því sem hann fellur fyrir hverju sinni og reynir að koma víða við í stílum og hönnun til að ná til sem flestra. Árni heldur úti Facebooksíðu þar sem hann deilir hugðarefnum sínum, enda kallar hann síðuna Hugarheim Árna.