Þessi strönd er ólík öllum öðrum en hún heitir The Ocean Dome. Hún er 300 metrar að lengd og 100 metra breið.
Við ströndina er gervi eldfjall, sandur og pálmatré og stærsta opnanlega þak í heimi.
Hitinn er alltaf um 30 gráður og „sjórinn“ um 28 gráður. Eldfjallið verður „virkt“ á kortérs fresti og eldur kemur úr því einu sinni á klukkustund.
Einnig koma öldur í sjóinn svo hægt er að nota brimbretti á ströndinni.
10 þúsund manns komast fyrir á ströndinni og það er skondið að segja frá því að alvöru strönd er aðeins 300 metra frá The Ocean Dome.