Ný leið til að nýta hluti sem þú átt á heimilinu – Húsráð

Ég hef alveg óskaplega gaman að handhægum og skemmtilegum ráðum og við höfum safnað nokkrum þannig í sarpinn hér á Hún.is

Hér eru ráð til þess að nýta hluti, sem þú kannt að eiga á heimilinu, í eitthvað annað en þeir voru ætlaðir í byrjun.

1. Kökuform til þess að búa til stóra klaka

muffin-tin-icetray-ictcrop_300

Það er frábært að vera með stóra klaka í könnur með drykkjum til þess að halda þeim lengur köldum

2. Linsubox undir krydd

spice-holder_300

 

Ef þú ert að fara að elda með öðru fólki, fara í bústað eða annað, þá er mjög sniðugt, í staðinn fyrir að taka allt kryddið með, að taka bara smávegis með í litlu boxi. Linsuboxin eru alveg kjörin í þetta.

3. Appelsínubörkur í púðursykurinn

citrus-peel_300

 

Við þekkjum mörg ráðið að setja brauð í púðursykurinn til þess að hann verði ekki harður, en það sama má gera með appelsínubörk.

4. Dagblöð í plastdósir

newspaper-container_300

 

Það getur oft komið  voðalega vond lykt í plastdósir sem virðist ekki fara, sama hvað maður gerir. Ef þú vilt losna við lyktinu þá er gott að setja smá, saman vöðlað dagblað í dósirnar, lokaðu dósinu og leyfði því að vera í, yfir nótt. Þá ætti lyktin að vera horfin.

5. Garnið verður til friðs

babywipecontainer-yarnholder_300

 

Ef þú notar svona dós, undan blautþurrkum, fyrir garnið þegar þú ert að prjóna, þá fer garnið ekki út um allt.

6. Naglalakk á tölur

nail-polish-buttons_300Ef þú setur glært naglakk á tölurnar á skyrtunum þínum þá eru minni líkur á að tvinninn losni og tölurnar detti úr.

 

Heimild

SHARE