Góð jól snúast um hugarfar

Það er til mikið af fólki sem hefur hreinlega óbeit á jólunum.
Það er mjög sorglegt því jólin eru falleg hátíð og öllum á að geta liðið vel á jólunum, í það minnsta ekki verr en á öðrum tímum árs.
Hátíðin sem haldin er í desember ár hvert einkennist af því að borða góðan mat, opna fallegar gjafir frá hvort öðru, njóta kertaljósa og fallegra skreytinga í faðmi þeirra sem við elskum hvað mest.

Að njóta jólanna fer eftir hugarfari hjá okkur sjálfum.
Hátíðin hefur með árunum orðið ýktari og ýktari.
Ekki vegna þess að verð á mat og annarri vöru hefur hækkað uppúr öllu valdi heldur hversu meðvirk við erum.
Það eru flestir að gefa töluvert dýrari gjafir en þeir mögulega hafa ráð á og missa sig í allavega jólainnkaupum.
Margir eru svo fyrstu mánuði ársins að ná sér á strik fjárhagslega eftir þennan skrípaleik.
En eru það jólin sem við viljum? Láta dýrar gjafir og annað sem við kaupum fyrir jólin en þurfum ekki yfirgnæfa ástina og kærleikinn sem fylgir þessari hátíð.

Hvað varð um það að eiga notaleg kvöld saman og föndra jólakort, ég geri mér grein fyrir því að það eru ekki allir hættir þeim sið en hefur þó fækkað verulega.
Versla og búa til fallegar og persónulegar gjafir handa þeim sem okkur þykir vænt um, óháð því hvað hluturinn kostar.

Njótum jólanna með okkar fólki og losum okkur við stressið og pressuna sem við höfum búið til í kringum hátíðina.
Ef okkur finnst jólin leiðinleg, breytum því þá, breytum hugafari okkar á þann veg að sjá jákvæðu hlutina sem jólin hafa upp á að bjóða.
Gjafir sem við höfum ekki efni á sýnir ekki meiri hug en fallegar og persónulegar gjafir sem við höfum ráð á, eins með annað í kringum jólin, það þarf ekki að kaupa allt nýtt.

Ást&Friður

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here