Jagermeister var ansi stórt verkefni með sjóðheitum leikstjóra sem heitir Seb Edwards, hjá Academy film í London.
Hugmyndin var að brimbretta gaurar færu í vetrarferð og leggja mikið á sig til að komast á ís – og snjó slóðir til að sigla á brettum og enda þeir í Jökulsárlóni með brettin.
Myndatökur fóru aðallega fram fyrir norðan , en farið var hringinn um landið. Sagt er að þetta hafi verið einhver rosalegasta og erfiðustu aðstæður sem kvikmyndatökumenn hafa komist í við töku á auglýsingu.
[vimeo width=”600″ height=”325″ video_id=”88057089″]
Jägermeister er orð úr þýsku og þýðir meistari í veiðum. Sá sem leiðir aðra veiðimenn og stjórnar þeim til að veiða bráðina alveg síðan 1934 þá voru slíkar veiðikeppnir haldnar í Þýskalandi
Fyrst um sinn var þessi góði snaps kallaður „Göring-Schnaps“.
Þessi drykkur hefur verið alveg algjörlega eins síðan þá en í Þýskalandi og öðrum löndum prófuðu þeir að vera með 3 mismunandi bragðtegundir af honum, en það varð ekki mjög vinsælt.
Mælt er með því að drekka Jägermeister vel kældan helst −18 °C (0 °F)
Hægt er að fá þennan vinsæla snaps á öllum helstu börum heims og hérna heima líka auðvitað og í ÁTVR þá í 5 mismunandi stærðum eins og sjá má á myndunum hér að ofan.