Síðastliðið hálft ár hefur þriðjungur íslenskra ökumanna ekið undir áhrifum áfengis. Þetta er sláandi staðreynd og ljóst að mikillar viðhorfsbreytingar er þörf gagnvart ölvunarakstri.
Vínbúðin og Samgöngustofa, í samvinnu við Hvíta húsið hafa því hrint af stað herferð til að berjast gegn ölvunarakstri og er sjónvarpsauglýsingin fyrsti hluti þess átaks.
Megintilgangur herferðarinnar er að vekja fólk til umhugsunar um afleiðingar og alvarleika ölvunaraksturs og auka samfélagslega ábyrgð.
Hvíta húsið er ákaflega stolt af herferðinni og þakkar Samgöngustofu, Vínbúðinni og Truenorth kærlega fyrir samstarfið.
Og munum að: Bara einn er einum of mikið.
[vimeo width=”600″ height=”400″ video_id=”89087050″]
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.