Glæsileg íbúð við Rauðavað – Myndir

Þessi glæsilega íbúð stendur við Rauðavað í Norðlingaholti. Íbúðin er 119 fm. og henni fylgir bílastæði í bílastæðageymslu. Stofa og eldhús er í opnu og björtu rými með hvítri innréttingu og parketi á gólfi. Útgengt á svalir með frábæru útsýni. Svefnherbergin eru þrjú með góðu skápaplássi. Baðherbergið er flísalagt og þvottahúsið með innréttingu og handklæðaofni. Miðrými íbúðarinnar nýtist vel sem sjónvarpshol. Íbúðin er til sölu á 34,9 milljónir.

 

14498_613793465360581_350883255_n

 

 

 

SHARE