Frönsk súkkulaðikaka, ís og pecanhnetumulningur – Uppskrift

Frönsk súkkulaðikaka með þeyttum rjóma, vanilluís, fersk jarðaber og sykraður pecanhnetu-mulningur, með heitri karmellusósu og súkkulaðisósu yfir allt saman í háu glasi. Gæti það hljómað meira girnilega?!
Frönsk súkkulaðikaka 
200gr smjör
200gr suðusúkkulaði
4 egg
1 dl hveiti
2 dl sykur
Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Bræðið súkkulaðið og smjörið saman í örbylgjuofn. Blandið súkkulaðiblöndunni við sykurblönduna ásamt hveitinu.
Bakað við 180 gráður í 22-25 mínútur, kakan á að vera smá blaut.
Pecanhnetu-mulningur
Poki af pecan hnetum
4 msk sykur
2 msk smjör
Tsk Hunang
Allt sett saman á miðlungsheita pönnu þar til sykurinn er bráðnaður. Hnetur muldar í skál og settar yfir.
Svo er þessu föndrað saman í glas; kaka, súkkulaðisósa, þeyttur rjómi, jarðaber, ís, hnetunumulningur, heit karmelluíssósa.
photo1[22]
SHARE