Frönsk súkkulaðikaka með þeyttum rjóma, vanilluís, fersk jarðaber og sykraður pecanhnetu-mulningur, með heitri karmellusósu og súkkulaðisósu yfir allt saman í háu glasi. Gæti það hljómað meira girnilega?!
Frönsk súkkulaðikaka
200gr smjör
200gr suðusúkkulaði
4 egg
1 dl hveiti
2 dl sykur
Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Bræðið súkkulaðið og smjörið saman í örbylgjuofn. Blandið súkkulaðiblöndunni við sykurblönduna ásamt hveitinu.
Bakað við 180 gráður í 22-25 mínútur, kakan á að vera smá blaut.
Pecanhnetu-mulningur
Poki af pecan hnetum
4 msk sykur
2 msk smjör
Tsk Hunang
Allt sett saman á miðlungsheita pönnu þar til sykurinn er bráðnaður. Hnetur muldar í skál og settar yfir.
Svo er þessu föndrað saman í glas; kaka, súkkulaðisósa, þeyttur rjómi, jarðaber, ís, hnetunumulningur, heit karmelluíssósa.
Guðbjörg Berg er 27 ara sælkeri og matgæðingur uppalin á Álftanesi en býr í Reykjavík með litlu systur sinni, unnusta, tveimur Labrador hundum og ketti! Guðbjörg hefur þurft að bjarga sér við eldamennsku frá 17 ára aldri og hefur upp frá því bæði þróað sínar eigin uppskriftir og rétti og betrumbætt eldri uppskriftir. Hún leggur mikið uppúr einföldum, bragðgóðum og hollari uppskriftum sem ættu að henta öllum.