ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is
————————
Ég er einstæð móðir með einn 9 ára son. Ég lifi á félagslegum bótum sem varla duga mánaða á milli. Fyrir um 2 vikum þá lenti ég í einni verstu helgi lífs míns…
Á föstudag fer ég út með vinum mínum á skemmtistað (eitthvað sem ég geri örsjaldan) þar verð ég fyrir því að 3 mánaða gamla LgG2 símanum mínum er stolið (sem ég keypti á afborgunum, sem ég er ennþá að borga). Ég, auðvitað, fór til lögreglunar og síðan í Nova til að láta rekja símann. Kostaði það mig 5000 kr og ekkert kom úr því og er ėg því bæði síma og 5000 kr fátækari.
Ekki er nú öll sagan búinn eftir það. Á laugardag verð ég fyrir því óláni að týna lyklunum mínum. Á sunnudag fer ég í afmæli hjá ömmu minni. Þar sem lyklarnir voru ófundnir, þá gat ég ekki læst.
Þegar við komum heim um kvöldið, þá sáum við að farið hefði verið inn í íbúðina. Þaðan var tekið 42″ Panasonic sjónvarp (sem ég hafði mikið fyrir að eignast á sínum tíma), acer fartölva (sem var reyndar að hruni kominn), flakkari (sem innihélt allar myndir og ýmis önnur mikilvæg gögn,sem ég væri meira en allt til í að fá aftur), en það versta af öllu var, að Playstation 3 tölva sonar míns (sem hann keypti sjálfur með peningum sem hann hefur safnað sér í nánast tvö ár) var einnig horfinn.
Þegar strákurinn sá að tölvan var horfinn þá brast hann í grát. Ég hringdi strax í 112 og fékk samband við lögregluna á Suðurnesjum. Tillkynnti ég að þjófnaður hafi átt sér stað. Stuttu eftir að ég er búinn að tala við lögregluna þá hringja þeir í mig og tilkynna mér að þeir hafi nú annað að gera og muni því ekki koma á næstunni, ég varð frekar reið yfir því og sonur minn spurði endalaust hvenær löggan kæmi, með ekkasogum.
Ég bankaði uppá hjá nágrönnum mínum, en enginn virtist hafa orðið var við neitt, þegar ég var rænd um hábjartann dag! Auðvitað var haft samband við tryggingarnar, en auðvitað var mér sagt að ég fengi ekkert bætt.
Ég ætlaði mér að fara í skóla, en veit ekki hvernig verður með það núna, þar sem ég hef ekki tölvu og mun ekki hafa efni á annari á næstunni
Að lenda í svona lífsreynslu kippir undan manni fótunum. Reglulega spyr sonur minn hvenær hann fái tölvuna sína aftur, hann skilur ekki hvernig fólk getur gert þetta. Ég, sjálf, skil ekki hvernig fólk getur verið svona samviskulaust og bara gengið inn á heimili fólks (þar sem maður heldur að maður sé öruggur) og tekið bara það sem því dettur í hug.
Hvernig fólk getur ekki hugsað um hvað manneskjan, sem á hlutinn, hefur kannski lagt á sig til þess að eignast hann.
Eins og að taka flakkarann, sem innihélt allar dýrmætu myndirnar frá því að sonur minn fæddist og þegar hann var að taka fyrstu skrefinn og allar hinar minningarnar sem maður vill eiga.
Hvernig fólk getur stolið frá 9 ára barni sem hafði mikið fyrir að láta langþráðann draum rætast, að fá að eiga eithvað flott eins og hinir strákarnir, að vera eins.
Til þin eða ykkar sem fóruð inná heimili mitt: Þetta eru bara hlutir, ég vona að þið munið njóta þeirra og einnig að Karma muni bíta ykkur í rassinn. En ég vil biðja um það að fá myndirnar aftur, annað er hægt að bæta. En ekki myndirnar!