Góða kryddkakan – uppskrift

Þessi kaka er ein af mínum uppáhalds, ég er algjör sælkeri og varð strax ástfangin af þessari köku þegar ég smakkaði hana fyrst, þá krakki. Hér kemur uppskriftin.

200 gr. smjörlíki
2 dl kaffi (uppáhellt)
3 egg
250 gr. sykur
350 gr. hveiti
3 tsk lyftiduft
1 1/2 tsk kanill
2 tsk negull
1 1/2 tsk engifer

Kaffið og smjörlíkið hitað saman í potti. Egg og sykur er þeytt vel. kaffið og smjörl. látið saman við og þeytt rétt aðeins. Þá er þurrefnunum blandað vel saman við með sleif. Deigið er síðan látið í smurt eldfast fat (frekar stórt). Bakast í ca. 15 mín við 200°C hita.
Súkkulaðiglassúr:
4 dl flórsykur
4 tsk kókó
3 msk smjör
Hrært vel saman. þá er 1 tsk af vanilludropum látin út í og 1/2 dl af kaffi hrært saman við. Smurt á kökuna og kókosmjöli stráð yfir.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here