Þetta er tær snilld og gerist ekki auðveldara þessi „uppskrift“ sem ég fann inn á gymflow100.com Skil ekki hvernig mér hefur ekki dottið þetta í hug sjálf þegar snarl tilfinning rennur á mann t.d á kvöldin.
Eina sem þarf í þetta er:
1 banani
2-3 msk af hnetusmjöri
Til að setja ofan á bananann er tilvalið að nota hakkaðar pistasíur, Chia fræ og þurrkaðar kókósflögur.
Aðferð:
1. Fyrst afhýða bananann, setjið hann svo á bökunarpappír. Dreifið hnetusmjörinu jafnt yfir hann, en ekki alveg niður á pappírinn.
2. Setjið „áleggið“ vel yfir allan bananann og þrýstið létt á svo að það festist í hnetusmjörinu.
3. Skerið með beittum hnífi jafna bita. Setjið bananann í frysti og kælið um í klukkustund. Best er að nota plast ílát eða eitthvað af þessu Tupperware sem liggur í skápnum hjá þér til geyma frekar í frystir, en bananinn getur fests við bökunarpappírinn ef hann hafður of lengi þannig í frystir.
Hér er svo ein leikandi létt banana útfærsla frá henni Önnu í Græn Heilsa Heilsubúð.
Langar ykkur í eitthvað gott á kvöldin en ekkert spennandi er til í skápunum ykkar? Bjó til nammi handa ykkur úr hráefnum sem eru yfirleitt til heima hjá flestum og er um 90% bara hollusta. Skerið banana í 3 bita, hellið yfir smá (bara lítið) af ís súkkulaðisósu eða frosting, stráið svo kökuskrauti eða möndluspæni ofan á til að þetta líti vel út.
Gott án þess að vera hitaeiningasprengja og börnum finnst þetta vera alvöru sælgæti- sama segi ég.