18 glötuð sannleikskorn sem finna má í deitmenningu nútímans

  1. Þeim aðila sem er meira sama hefur allt valdið. Það vill enginn vera sá sem hefur meiri áhuga.
  2. Af því að við viljum sýna hvað við erum sultuslök og alveg sama, þá er hætt við leikjum á borð við „Bíðum vísvitandi í marga klukkutíma eða daga með að svara smsum“. Það er ekki skemmtilegur leikur.
  3. Sá sem virðist vera alveg sama af því hann hefur engan áhuga á þér er alveg eins og sá sem virðist vera alveg sama, hefur í rauninni mikinn áhuga á þér en er meðvitað að reyna að spila sig kúl. Gangi þér vel að greina þarna á mili.
  4. Það hringir enginn í dag. Það eru miklar líkur á því að öll samskipti fari fram í gegnum sms, sem er kaldasti og ópersónulegasti samskiptamátinn. Kynntu þér broskallana.
  5. Föst plön eru börn síns tíma. Fólk hefur val og er uppfært um hvað vinirnir (eða aðrir mögulegir sénsar) eru að gera og hvar þau eru, nánast upp á mínútu þökk sé samfélagsmiðlum. Ef þú ert ekki efst á lista yfir skemmtilega hluti færðu líklega pent „Kannski“ eða „Verðum bara í bandi“.
  6. Sá sem særði þig mun að öllum líkindum ekki upplifa slæmt karma tafarlaust. Það virðist kannski vera sanngjarnt, en stundum halda þeir sem halda framhjá eða ljúga bara auðveldlega áfram til næsta aðila án vandræða og eftir situr sá særði í hrúgu.
  7. Eini munurinn á því hvort gjörðir þínar eru rómantískar eða óþægilegar er hvort hinum aðilanum finnst þú aðlaðandi. Það er allt og sumt.
  8. „Viltu hittast?“ og „Hvað er að frétta?“ eru oftar en ekki samnefnari yfir „Mig langar að hitta þig“ og þótt þetta séu þreytandi og einhæfar spurningar til lengdar virðast þær vera komnar til að vera.
  9. Sumir vilja bara kynlíf og er þú ert að leita að meiru en bara kynlífi, munu þeir hinir sömu líklega ekki segja þér að þið eigið ekki vel saman. Ekki fyrr en þeir hafa fengið sitt. Heiðarleiki virðist ekki vera skylda.
  10. Smsið sem þú sendir fór í gegn. Ef þú færð ekki svar, var það ekki vegna óáreiðanlegra fjarskiptamastra á húsþökum úti í bæ.
  11. Ótrúlega margir eru skuldbindingafælnir og hræddir við formlegheit að þeir halda sig í skilgreiningarlausum samböndum, sem hafa loðin mörk og virka bara þangað til þau hætta að virka. Ef þið eruð „bara að hanga saman“ þá er framhjáhald varla framhjáhald – fyrst þið voruð ekki saman saman.
  12. Samfélagsmiðlar búa til nýjar freistingar og tækifæri. Einkaskilaboð og möguleikinn á vægu daðri (like á allt sem þú gerir?) eru vissulega ekki afsökun fyrir framhjáhaldi en líkurnar eru meiri.
  13. Samfélagsmiðlar gefa líka falskar vonir, fólk getur litið á Facebook sem matseðil myndarlegs fólks í stað tóls til að halda sambandi við vini og ættingja.
  14. Þú kemur ekki til með að sjá rétta hlið fólks fyrr en þið eruð í raunverulegu sambandi. Fólk er vanalega hrætt við að sýna sitt rétta andlit og komast að því að það er of stressað, of nördalegt, of vinalegt, of tortryggið, of leiðinlegt, ekki nógu fyndið, eki nógu fallegt, ekki nógu öðruvísi til að eiga skilið að fá væntumþykju.
  15. Ef þú fellur fyrir einhverjum eru tveir möguleikar í stöðunni; að þið hættið saman eða verðið saman að eilífu. Hvort tveggja er álíka ógnvekjandi.
  16. Á byrjunarstigum sambands er líklegra að sá eða sú sem þú ert að hitta komi til með að lýsa ánægju sinni með status eða mynd á Facebook, frekar en að segja það beint við þig. Þótt að þú sért ekki nafngreind/ur, þá er nokkuð augljóst að þessi skilaboð eru beind að þér.
  17. Það er fullt af fólki sem hefur enga virðingu fyrir samböndum og ef það vill aðilann sem þú ert í sambandi með, sér það ekkert að því að láta slag standa og sækja fast á viðkomandi. Allir heimsins leynikóðar og reglur skipta þá engu máli og samviskan virðist vera úr tísku.
  18. Ef þér er sparkað, þá er það líklega hrikalegt. Fólki getur verið sparkað með símtali til þess að forðast það að sjá tárin streyma eða sent sms til þess að forðast að heyra röddina bresta. Spark á post-it miða getur líka átt sér stað. Í þeim tilfellum er þó líklega best að eyða hvorki tárum, hugsunum né meiri tíma í viðkomandi.
SHARE