Skemmtilegar staðreyndir um líkamann sem þú getur deilt með börnunum

Það er gaman að fræða börnin okkar um líkamann og í þessari grein eru skemmtilegar staðreyndir sem að börn ættu að hafa gaman af.

–  Heilinn notar um ¼ af því súrefni sem líkaminn notar.

–  Hjartað slær um 100.000 sinnum á dag, 36.500.000 sinnum á ári og yfir billjón sinnum ef þú lifir fram yfir þrítugt.

–  Rauðu blóðkornin bera súrefnið um líkamann. Þau eru búin til inn í beinmergnum í beinunum okkar.

–  Liturinn á húðinni okkar er ákveðinn af því hversu mikið litarefnið melanin líkaminn framleiðir.

–  Lungun í fullorðinni manneskju hafa yfirborðsstærð á við 70 fermetra íbúð.

–  Svefninn hefur stig sem kallað er REM svefn. REM svefn er um 25% af okkar svefntíma og þegar við náum honum að þá eru draumar okkar mjög raunverulegir.

–  Flestir fullorðnir einstaklingar hafa 32 tennur.

–  Minnsta beinið í líkamanum er í eyranu.

–  Nef og eyru hætta aldrei að vaxa.

–  Ungabörn blikka augunum ekki nema einu sinni til tvisvar á mínútu á meðan fullorðnir blikka augunum um 10 sinnum.

–  Við erum öll með okkar eigin fingraför, það eru engin fingraför eins. Við höfum líka einstakt tungufar.

–  Vinstri hliðin af líkamanum er stjórnað af hægri helmingi heilans og öfugt.

–  Sýklalyf eru aðeins virk á bakteríur, sýklalyf virka ekki á vírusa.

–  Það tekur líkamann um 12 klukkutíma að melta máltíð til fulls.

–  Lyktarskynið er um 10.000 meira næmra en bragðskynið.

 

Þýðing: Anna Birgis – Heilsutorg.is

heilsutorg neðst

Heimildir: sciencekids.co.nz

SHARE