Mér finnst ótrúlega gaman að dúlla mér eitthvað með börnunum um helgar og það er alltaf hægt að finna eitthvað skemmtilegt að gera með þeim. Nú fer að líða að páskum og börnin eru farin að horfa löngunaraugum á páskaeggin í hillum matvöruverslanna og láta sig dreyma um Páskadaginn sjálfan, þar sem þau fá að dýfa sér í súkkulaðifjallið og dvelja þar um stund.
Þessa páskana ætla ég að mála egg með börnunum á mínu heimili og fór að grennslast fyrir á netinu og leita hugmynda. Það er ekki stefnan að borða eggin og ef þú vilt ekki láta eggin fara til spillis er alveg hægt að ná innihaldinu úr eggjunum með tveimur litlum götum í hvorn enda.
Hér er myndband sem sýnir góða aðferð til þess að gera þetta:
Ég fann nokkrar ótrúlega skemmtilegar hugmyndir á netinu, til þess að gera falleg páskaegg, sem ég ætla að deila með ykkur en það eru til fjölmargar aðferðir til að lita og skreyta egg, ótrúlegt en satt!
Litun á eggjum
- Sniðugt er að nota skrúftappa af flösku til þess að hafa eggið í með verið er að mála það. Þá rúllar það ekki út um allt og þú getur látið það þorna á milli með því að hafa það í tappanum.
- Þú getur litað eggið með matarlit og best er að setja í litla skál 20 dropa af litnum og svona u.þ.b hálfa teskeið af ediki útí. Notaðu svo lítinn pensil eða bómullarhnoðra til að bera litinn á eggið.
- Það er alveg hægt að nota vatnsliti eða akrýlliti til að mála eggin en liturinn verður oft jafn og fínn með matarlitunum.
Mynstur og skraut
- Ef þú vilt hafa hreyfingu í litnum, smá yrjur, þá er gott að setja matarolíu út í litinn áður en þú berð hann á eggið.
- Ef þú vilt fá svona rendur í eggið þá vefur þú gúmmíteygju utan um eggið áður en þú litar það.
- Þetta er svolítið skemmtileg hugmynd. Þú myndir lita eggið með hvítum vaxlit áður en þú litar allt eggið, þá kemur mynstrið svona út.
- Mér fannst þessi hugmynd ótrúlega skemmtileg en þarna er verið að nota rakfroðu til að lita eggin svona „speisuðum“ litum. Eina sem er kannski ekki að henta óþolinmóðu mér, er kannski að rakfroðan þarf að vera yfir nótt á eggjunum, áður en þú þurrkar af þeim með klósettpappír eða annnari bréfþurrku.
- Fyrir okkur glysgjarna fólkið er líka mjög flott og bera lím á eggið og velta þeim upp úr glimmeri. Ofboðslega fallegt!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.