Hinn 64 ára gamli sjómaður, Björn Frilund, varð heldur betur hissa þegar hann var að gera að þorski sem hann veiddi og fann í iðrum þorksins, nokkuð stóran gervilim.
„Sonur minn tók mynd af þessu um leið og setti á Facebook,“ segir Björn í viðtal við TV2. „Ég sá undarlega kúlu á maga fisksins áður en ég slægði hann. Fyrst komu 2-3 síldar úr honum og svo þessi stóri gervilimur,“ bætti Björn við hlæjandi.
Björn segir að það hafi verið eins gott að sonur hans var með myndavél, til þess að festa þetta á filmu, því fólk hefði eflaust haldið að hann væri orðinn klikkaður ef hann færi að segja frá þessu.