Sjáðu þessa krúttlegu íbúð í London

TG- Studeo hannaði þessa íbúð á besta stað í London. Íbúðin er stílhrein, falleg og umfram allt hlýleg. Kremaðir straumar í bland við sterka liti gefur íbúðinni skemmtilegan blæ. Á öðru baðherberginu er baðkarið staðsett við glugga með útsýni yfir borgina. Íbúðin er ekki mjög stór en vel skipulögð og húsbúnaðurinn er virkilega töff. Borðin í tölvuherberginu úr tekk minna á liðar stundir á sjöunda áratugnum og sama má segja um bogalaga borðið í svefnherberginu. Litríku ljósmyndirnar í íbúðinni lífga upp á borgarlífið fjarri náttúrunni sem endurspeglast í þessum fallegu myndum.

 

10013095_625969234143004_1462730478_n

 

10172754_625969127476348_183000927_n

 

 

 

 

SHARE