Þessi kaka hefur verið mín uppáhalds síðan ég man eftir mér. Ég drekk ekki kaffi en elska allt með kaffi í, þar á meðal kremið í þessari æðislegu köku. Ég hef alltaf boðið upp á þessa köku í veislum, síðan ég byrjaði að halda veislur sjálf á okkar heimili og alltaf vekur hún jafn mikla lukku.
Kaffikaka
7 eggjahvítur
250 gr. sykur
½ tsk. lyftiduft
Krem:
100gr. lint smjör
5msk. sykur
7eggjarauður
1½ tsk. Neskaffi
1 plata suðusúkkulaði
½ lítri rjómi
Aðferð: Bökunarpappír settur á tvær plötur og hvítunum jafnað á þær. Setið inn í ofn sem búið er að hita vel (ca.200 gr. C) Þegar platan er sett í ofninn er hitinn lækkaður niður í 115 gr. C og botninn er látinn bakast í ca. 60 mín. Þá er hin platan sett inn og seinni botninn bakaður.
Þeytið saman smjör og sykur. Bætið eggjarauðum út í, einni í einu. Þeytið vel og lengi! Bætið duftkaffinu út í og látið leysast upp. Brytjið suðusúkkulaðið og bætið því að lokum út í hræruna.
Nú eru botnarnir settir saman þannig að kremið fer á neðri botninn, þeytið rjómann, smyrjið honum ofan á kremið og efri botninn er settur ofan á.
Þá er komin hin girnilegasta kaka.
Verði ykkur að góðu!