Konur, þið þekkið eflaust þetta augnablik, þú spyrð um þína stærð af skóm sem að þig langar svakalega mikið í. Sölumaðurinn kemur til baka og segir: því miður, þeir eru búnir í þinni stærð en ég á þá í stærðinni fyrir neðan.
Þú ákveður að máta minni stærð en þú notar vanalega, því þig langar í skóna. En þeir eru of þröngir og þú hugsar “ég ætti bara að láta taka framan af tánum til að passa í þá”.
Já kannski, ef að löngunin er það mikil. En í töluvert mörg ár hafa lýtalæknar verið að breyta fótum kvenna til þess að þeir líti betur út og passi betur í skó. Og er þessi aðgerð afar vinsæl.
Læknar geta meira að segja látið skóna þína vera þæginlegri með því að sprauta Botoxi í tábergið.
Í dag, samkvæmt The New York Times, eru þessar aðgerðir afar vinsælar. Þannig að ef þú hélst að hégómi kvenna væri bara í sambandi við andlitið, brjóstin eða bingó vöðvann að þá hefur þú rangt fyrir þér.
Lýtaaðgerðir eru í dag að raka inn peningum með aðgerðum á höfði, öxlum, hnjám og tám.
Til að sanna sitt mál, þá vekur the Times athygli á einum lækni í Beverly Hills, Dr. Ali Sadrie, en hann segir að þessar aðgerðir á fótum séu svo vinsælar að hann bjó til sæt nöfn á þær, þannig að þegar konur koma til hans að þá geta þær pantað þær svona svipað og drykk á barnum.
Nöfnin sem að hann gaf þessum aðgerðum eru t.d the Perfect 10 (en þá er tekið framan af tánum) the Model T (þá eru tær lengdar) og the Cinderella, en þá breytir Dr. Sadire fótunum til að þeir passi þeim skóm sem að þú vilt nota, en getur ekki vegna þess að fæturnir komast ekki í þá.
Þýðing: Anna Birgis – Heilsutorg
Heimildir: elle.com