Það er eitthvað einstaklega óhuggulegt við yfirgefna spítala. Kannski af því þeir hafa verið notaðar mikið í hryllingsmyndum og þáttum, kannski er ástæðan einhver önnur, hver veit?
Hér eru 20 yfirgefnir spítalar, víðsvegar að úr heiminum.
1. Nocton Hall Hospital – Lincolnshire, England
Nocton Hall spítalinn var notaður af Royal Air Force og síðar US Air Force áður en spítalanum var lokað uppúr 1990. Talið er að þeir menn sem létust þarna á stríðsárunum gangi aftur á svæðinu.
2. Old Tooele Hospital – Tooele, Utah
Það eiga að vera reimleikar á Old Tooele spítala en hann var notaður við tökur á sjónvarpsseríu Stephen King „The Stand“
3. Willard Asylum – Willard, New York
Willard Asylum var geðspítali og þeir sem trúa á drauga og telja sig sjá drauga, segja að allt sé krökkt af draugum á þessu svæði. Í kringum spítalann eru margar ómerktar grafir sjúklinga sem lágu þarna inni.
4. Severalls Hospital – Colchester, England
Severalls geðspítalinn framkvæmdi tilraunir á sjúklingum sínum sem gerir staðinn enn meira óhuggulegann. Margar sögur um afturgöngur eru frá þessum stað.
5. Cane Hill Asylum – London, England
Það eru fáir spítalar á þessum lista sem höfðu mannsæmandi orðstír, en þessi er einn af þeim. Eftir að hann lokaði var svo kveikt í húsnæðinu sem lítur, fyrir vikið, en drungalegar út en ella.
6. Manteno Mental Hospital – Manteno, Illinois
Þessi geðspítali hýsti yfir 8000 sjúklinga á árunum sem hann var opinn. Sjúklingarnir voru ofar en ekki beittir raflostsmeðferðum þegar þeir voru á spítalanum.
7. Beelitz-Heilstatten – Brandenburg, Germany
Þessi spítali var alveg hrikalega stór og voru 60 byggingar tengdar spítalanum. Beelitz-Heilstatten var notaður á stríðsárunum og var meira að segja heimili Adolf Hitler þegar hann var lítill. Hann hefur verið notaður sem leikmynd í bíómyndum eins og The Pianist.
8. Tranquille Sanitorium – Kamloops, British Columbia
Upphaflega var þessi spítali byggður til þess að hýsa berklasjúklinga en hann hefur verið notaður í mörgum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Einnig eru til margar skýrslur um reimleika í þessari byggingu.
9. Trenton Psychiatric Hospital – Trenton, New Jersey
Það eru til margar hrollvekjandi sögur um þennan spítala og læknana sem störfuðu á honum. Þeir eiga að hafa beitt ýmsum aðferðum til að reyna að „lækna“ sjúklingana sína og fjarlægðu meira segja úr þeim líffæri, án samþykkis sjúklinga eða aðstandenda.
10. Waverly Hills Sanatorium – Louisville, Kentucky
Þessi spítali er einn af þeim óhuggulegustu í Bandaríkjunum en hann var, á sínum tíma, spítali fyrir berklasjúklinga. Ein saga sem hefur gengið manna á milli er af hjúkrunarfræðingi sem starfaði á spítalanum og á hún að hafa reynt að framkvæma á sjálfri sér fóstureyðingu, áður en hún svipti sig lífi.
11. Kings Park Psychiatric Center – Kings Park, New York
Þessi spítali er kallaður The Psych Center og starfaði frá 1885 til ársins 1996. Hann er þekktur fyrir draugasögur og margir hafa komið þarna til þess að reyna að sjá drauga, í áranna rás.
12. HH Richardson Complex – Buffalo, New York
Þessi spítali var, eins og svo margir á þessum lista, geðspítali og á dimmum kvöldum er hann mjög draugalegur.
13. Danvers State Hospital – Danvers, Massachusetts
Þessi geðspítali var einn af þeim fyrstu til að byrja með raflostsaðferðina á sjúklinga sína og starfsfólkið á að hafa beitt sjúklingana grimmilegu ofbeldi. Spítalanum var lokað árið 1992 og skal engan undra að það eru til margar draugasögur um þennan spítala. Ljós eiga að vera blikkandi og gestir segjast hafa heyrt óútskýrt fótatak við komuna á spítalann.
14. Beechworth Lunatic Asylum – Victoria, Australia
Það á að vera mjög reimt á þessum spítala í Ástralíu og sögur eru um að sjúklingar hafi horfið sporlaust.
15. Trans-Allegheny Lunatic Asylum – Weston, West Virginia
Þessi spítali var í upphafi byggður fyrir 250 sjúklinga en vitað er til þess að hann hafi, samt sem áður, hýst um 2400 sjúklinga í einu. Einn af þeim sem höfðu verið inniliggjandi á þessum spítala var Charles Manson.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.