„Til foreldra ódauðlegra barna“

Getty

Ég hef tekið eftir því í hverfinu mínu að það eru margir á litlum vespum, hjólum, hlaupahjólum og hjólaskautum EKKI með hjálma eða hlífar. Mér finnst þetta langt frá því að vera í lagi! Við, foreldrarnir, erum fyrirmyndirnar og við erum þau sem þurfum að hafa vit fyrir börnunum okkar!! Tökum þessa ábyrgð! Ef eitthvað alvarlegt kemur fyrir barnið okkar þá erum það við sem þurfum að lifa með okkar eigin afskiptaleysi.

Ég sá þessa færslu frá ónefndum manni á Facebook og ég varð bara að deila þessu með ykkur. Hann skefur ekki utan af því en það er oft það sem þarf að gera.

 

Í dag varð ég næstum valdur að dauða tveggja stráka sem tilheyra ykkar fámenna hópi. Ég var á leið út úr Grafarvoginum eftir að hafa skotist heim í hádegismat þegar ég þurfti að snarhemla til að keyra ekki á rafmagnsvespu sem var með tvo, að sjálfsögðu hjálmlausa, farþega þegar það var svínað fyrir mig.

Veist þú kæri foreldri hvað gerist ef að bíll á 50 km/h ekur á barnið þitt? Ég veit það, ég hef því miður komið að slysi þar sem ekið var á barn á hjóli og ég get alveg sagt þér það að viðbjóðurinn er svo mikill að ég gæti ælt.

Ef þú hefur ekki áhuga á eftirfarandi:

– Að sjúkraflutningamenn þurfi að skafa leifar barninu þínu upp úr götunni.
– Að þurfa að horfa upp á barnið þitt vera bundið lamað og heilaskaddað í hjólastól.
– Að horfa á barnið þitt upplifa gífurlegan sársauka, líkamlegan og andlegan eftir alvarlegt umferðarslys.

Vinsamlegast hunskastu til að kenna barninu þínu umferðarreglur, settu hjálm á höfuðið á því og fylgstu með hvernig barnið þitt hagar sér á ÖKUTÆKI! Því að það getur vel verið að barnið þitt sé á lítilli, kraftlausri rafmagnsvespu og meiði sig ekki mikið þegar það dettur á gangstéttina! En hvað með okkur hin sem að erum á bílum sem eru allt að 3,5 tonn á þyngd á kannski 60 km/h! Hvað ef barnið þitt mætir ölvuðum ökumanni? Hvað ef barnið þitt missir stjórn á hjólinu og endar út á götu?

ÁBYRGÐIN ER YKKAR!

Biðst fyrirfram afsökunar á því ef að ég er með of ógeðslegar lýsingar, en ef þú ert foreldri barns sem að sendir það út á svona vespu, hjálmlaust og án þess að kenna því BASIC umferðarreglur þá ertu vanhæfur og ættir að skammast þín.

SHARE