Ertu komin með plön fyrir sumarið? – Myndir

Ertu búin að skipuleggja sumarfríið? Ef svo er þá skaltu samt skoða þessar myndir og leyfa huganum að reika. Jú það kostar örugglega einn eða tvo útlimi að fara til sumra þessara landa en gaman að skoða myndirnar samt.

Lord Howe eyja, Ástralía
4-jpg-934x

Þessi fallega eyja er afskekkt og einungis örfáir innfæddir sem búa þarna og á hverju ári mega bara 400 túristar heimsækja eyjuna. Þetta takmark er sett á til þess að vernda hið ótrúlega landslag eyjunnar.

Aescher, Sviss
8Jjtjt4-934x

Aescher hótelið er svo hátt uppi í fjallinu að ef þú ætlar að komast að því verður þú að labba seinasta spölinn. Hótelið og aðstaðan er mjög venjuleg en maturinn er yndislegur og frábærar ævintýralegar gönguleiðir eru allt í kring.

Chichilianne, Rhone Alpes í Frakklandi
7375492796_1d25f484a1_h-e1398346535505-934x

Fjallið Mont Aiguille er um 2 km á hæð og er, eins og gefur að skilja, dásamlegt útsýni af toppi þess

Albarracín, Aragon á Spáni
Albarracin-e1398346685127-934x

Albarracín er gullfallegt miðalda þorp á Norður Spáni. Það er hægt að sjá alvöru, fornar veggjateikningar og þorpið hefur haldið þessu sérstaka útliti sínu, árum saman

Bagan, Burmaancient_city_of_bagan_myanmar9-934x

Bagan er ævaforn borg, sem er falin í Burma. Í borginni voru yfir 10.000 búddamusteri og í dag standa eftir um 2.200 musteri sem magnað er að heimsækja

Dubrovnik, Króatíu
Dubrovnik-Croatia-934x

Dubrovnik er borg frá miðöldum sem stendur, að mestu, í sínu upprunalega útliti. Hún hefur verið notuð sem leikmynd í Game of Thrones, sem King’s Landing. Arkitektúrinn er undraverður og landslagið er vægast sagt framandi

Veitingastaðurinn Grotta Palazzese á Ítalíu

grotta-palazzese-1-e1398344801749-934x

Veitingastaðurinn Grotta Palazzese er í heillinum Polignano á Mare ströndinni og er einn af flottustu og bestu veitingastöðum Ítalíu ef ekki bara á heimsmælikvarða.

Tigers’s Nest klaustur, Paro Valley, Bhutan

hidden1-934x

Þetta klaustur er frá 17. öld og er á klettasyllu, 900 metrum yfir Paro Dalnum. Klaustrið var byggt til þess að verja helli sem er í fjallinu, en í þessum helli stundaði Padmasambhava hugleiðslu í 3 ár, 3 mánuði, 3 vikur, 3 daga og 3 klukkustundir

SHARE