Eitt þrep í einu: Sautján fáránlega falleg tröppulistaverk

Götulist getur tekið á sig óteljandi myndir; allt frá veggskreytingum til heklaðra umferðarljósa … og tröppulistaverka. Ekki öll götulist er ólögleg og þau flóknu og fallegu listaverk sem má sjá hér að neðan voru sum hver ekki einungis samþykkt af ríkisstjórn viðkomandi landsvæða – heldur létu yfirvöld í einhverjum tilfellum hreint út sagt framkvæma gjörninginn til að gleðja þegna sína.

Magnað er á að líta og þá skiptir sjónarhornið mestu. Það sem kann að virðast eins og málningarklessa fyrir gangandi vegfaranda á leið upp þrepin, er þróttmikil myndbygging sem segir mikla sögu í augum þess sem stendur fjær og lítur heildarmyndina augum – jafnvel í talsverðri fjarlægð.

 

Þessar myndir segja magnaða sögu sem teygir sig þvert yfir heimsbyggðina, eitt þrep í einu: 

 

 

SHARE