Fólk út um allan heim virðist elska Rihanna, nú mun Rihanna birtast á forsíðu GQ og í tilefni þess tók blaðið viðtal við hana..
“það venst aldrei” segir Rihanna þegar hún er spurð um líf sitt í sviðsljósinu. Söngkonan segir að peningar hennar geti haft áhrif á skoðun fólks á henni. “Stundum horfir fólk á mig og sér ekkert nema peninga, þeir sjá peninga og vöru”
Rihanna heldur áfram og segir “ég lít hinsvegar á mig og sé list. Ef mér myndi ekki líka það sem ég væri að gera væri ég ekki að gera það”
Nýja plata Rihönnu heitir “unapologetic” og er 7unda plata stjörnunnar. Rihanna segir “ég vil búa til tónlist sem er upplífgandi, gefur von og hressir, ekki eitthvað væmið eða alltof tilfinningaþrungið, ég vil að tónlist mín sé raunveruleg, hrá og kveiki inn í þér bál”
Þegar Rihanna er spurð út í ástina segir hún að hún vilji að maki sinn taki svolítið stjórnina í sambandinu “ég vil að mér líði eins og konu” segir hún, “ég verð að stjórna öllu í mínu lífi, svo mér finnst þegar ég er í ástarsambandi gott að geta slakað á og leyft einhverjum öðrum svolítið að taka stjórnina”
Hún segist þó auðvitað hafa sín mörk “ástin lætur fólk gera ýmsa hluti sem það myndi líklega ekki gera ef það væri ekki ástfangið en ég held samt að allir hafi sín takmörk”