Nokkrar staðreyndir um líkamsræktarfíkn – Myndband

Ofþjálfun er alvarlegt fyrirbæri sem getur haft afar skaðleg áhrif á líkamann. Þá hefur líkamsræktarfíkn nokkrar birtingarmyndir, en snýst að mestu um óheilbrigða þráhyggju fyrir líkamsþjálfun. Ef þú þekkir einhvern sem æfir þráhyggjukennt á hverjum einasta degi, endurtekur sömu rútínuna áráttukennt og eyðir meiru en 2 klukkustundum á dag í salnum og bregst kvíðinn, áhyggjufullur og dapur við ef enginn kostur er á líkamsþjálfun þann daginn – þá eru allar líkur á að vandinn sé farinn að láta á sér kræla.

Til allrar hamingju glíma ekki margir við þetta hættulega form þráhyggju- og árátturöskunnar, eða rétt innan við 1% af mannkyni. Buzzfeed tók á málum og birtir hér að neðan ágætt myndband um líkamsræktarfíkn og helstu birtingarmyndir hennar.

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”Law8uptr6G0″]

SHARE