Ætlar að hlaupa fjöll í ellinni – Svali á K100,5 elskar að hreyfa sig

Sigvaldi, eða Svali sem lengi var kenndur við FM957 en er í dag dagskrárstjóri á útvarpsstöðinni K100,5. Hann er alla virka morgna frá kl 7- 10 með þáttinn Svali og Svavar, en þáttastjórnandi með honum er Svavar Örn. Svali er í Yfirheyrslunni í dag.

Fullt nafn: Sigvaldi Þórður Kaldalóns

Aldur: 38 ára
Hjúskaparstaða: Sambúð
Atvinna:Dágskrárgerð/Dagskrárstjóri/Crossfit Kennari

Hver var fyrsta atvinna þín?
Vann í sjoppu þegar ég var 12 ára. Seldi landanum bland í poka og Sígó.

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum?
Uss já.. 85 eða 86, appelsínugul peysa og bláköflóttarbuxur í stíl… rosalegt.

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar?
Örugglega

Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann?
Já einhvertímann

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá?
Hahahaha, nei.

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í?
Of vandræðalegt til frásagnar.

Vefsíðan sem þú skoðar oftast?
Örugglega mbl.is

Seinasta sms sem þú fékkst?
Ég vil vera með í keppninni (vinur minn sem klippir hár og vill komast í form).

Hundur eða köttur?
Hundur allan daginn.

Ertu ástfangin/n?
Ofsalega

Hefurðu brotið lög?
Já, keyrt og hratt, pissað úti og eitthvað fl í þeim dúr.

Hefurðu grátið í brúðkaupi?
Mmmm já ég hef gert það.

Hefurðu stolið einhverju?
Já það hef ég gert. Rændi klinki heima frá Mömmu og Pabba, einhvertíman hef ég labbað út með fransbrauð og fanta þegar ég var í gaggó.

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það?
Hefði byrjað að æfa fyrr.

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun?
Spila Golf, hlaupa fjöll, ferðast um allan heim og fá mér rauðvin með. Verð líka umkringdur fólkinu mínu, konu börnum og barnabörnum og allir í stuði.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here